Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum 6. september 2017 20:38 Logi í baráttunni á EM. vísir/ernir Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira
Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. „Mér fannst við vera nógu góðir til að vinna í dag. Mér fannst við óheppnir. Ákveðnir dómarar duttu ekki með okkur á mikilvægum augnablikum,” sagði Logi Gunarsson í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í leiklsok. „Það var erfitt að eiga þá og við máttum ekki eiga neitt við þá, en mér fannst það aðeins gerast í fyrri hálfleik að það var brotið á Hlyn dálítið illa. Þeir fóru svo yfir og fengu villu og körfu góða, tæknivillu og hittu svo úr þrist.” „Sex stig í einni sókn, en það byrjaði þegar það var hakkað Hlyn. Svona gerist þó. Við þurftum að allt svona myndi detta með okkur svo við hefðum getað unnið hér í dag.”Sjá meira:Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Ísland rétt eins og á EM í Berlín 2015 tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. Einhverjar gagnrýnisraddir voru á íslenska landsliðið framan af móti, en Logi segir að menn hafi alltaf gefið allt sitt. „Þetta var bara eins og síðast. Við mættum og gáfum allt sem við gátum og göngum frá borðinu sáttir við allt sem við reyndum. Við erum þó keppnismenn og viljum vinna alla leiki og förum í þá til að vinna, en yfirheildina og með þessari frábæru frammistöðu hér í kvöld þá geng ég sáttur frá borði með liðsfélögum mínum,” en er Logi hættur? „Það eru ákveðnir leikir núna í vetur sem er undankeppni fyrir HM sem ég hef alltaf haft auga með, en eldri leikmenn eru að reyna taka þá líka. Ef ég get hjálpað liðinu þá verð ég með í því.” „Maður veit að því að það er á næstunni og ég útiloka ekkert ennþá,” en Logi segist auðvitað vilja hafa spilað meira á mótinu. Það er eins og gengur og gerist og hann sé nú í nýju hlutverki. „Eins og núna er ég í öðru hlutverki. Það eru frábærar strákar að koma inn og þá er maður gíraður inn í það hlutverk. Hvort sem ég þarf að koma inn í eina mínútu, átta eða tíu mínútur, að hjálpa varnarlega og hitta skotum sem ég fæ. Ég er stoltur af því að að vera enn í gangi á þessu plani ennþá, þetta gamall,” sagði Logi og hélt áfram: „Ég er mjög ánægður í þessu liði og það er rosalega gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir litlum guttum, eins og Elvar og Martin. Að þeir séu að taka við keflinu ásamt Kristófer og Tryggva. Þetta er rosalega gaman að taka þátt í þessu með þeim þegar þeir eru að taka við,” sagði Logi stoltur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira