Um framhaldsskólann í yfirstandandi stjórnarmyndurnarviðræðum Guðríður Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:24 Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun