Saklausir menn í fangelsi Tinna Brynjólfsdóttir skrifar 4. janúar 2017 10:25 Í gær hlustaði ég á viðtal í Bítinu á Bylgjunni þar sem rætt var við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um það ófremdar ástand sem ríkir meðal dómara í Hæstarétti Íslands sem voru stórtækir í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum fyrir hrun og hafa svo dæmt í málum sem tengjast hruninu þar sem þeir eru augljóslega bullandi vanhæfir. Við fjölskyldan höfum fengið að kynnast þessum brandara sem Hæstiréttur Íslands er. Það trúir því enginn sem ekki fær að reyna það sjálfur hvernig vinnubrögðin eru hjá þessari æðstu stofnun Íslands. Alþingismenn þora ekki í þennan slag og fullyrða að þeir hafi ekkert með málið að gera og innanríkisráðherra lætur eins og þetta komi honum bara alls ekki við. Það virðist ekki vera nokkur maður hér á landi sem hefur með þessi mál að gera nema fjárfestirinn Markús sjálfur og það virðist enginn geta svo mikið sem talað við manninn því hann er á svo háum stalli að hann virðist ósnertanlegur. Af hverju þarf Markús ekki að koma í viðtal í fjölmiðlum eins og aðrir til að svara fyrir þessi alvarlegu brot sín í starfi? Ráðamenn þjóðarinnar horfa upp á saklaust fólk fara í fangelsi án þess að aðhafast nokkuð. Dómarnir eru fullkomlega órökstuddir, það sem sannar sakleysi er látið hverfa með ósvífnum hætti eða hvergi tekið til greina. Hátt settir dómarar koma fram opinberlega og segjast einfaldlega dæma eftir stemningu hverju sinni bullandi vanhæfir í þokkabót. Verjendur þessa saklausa fólks sem fær þunga fangelsisdóma eru gapandi yfir niðurstöðunum en hafa engin úrræði til að gera athugasemdir og telja sig ekki vera í stöðu til að gagnrýna dómana af ótta við að fyrirgera frama sínum í stéttinni. Það var vel skiljanleg hugmynd í upphafi að það væri góð lausn á vandamálinu að láta þá sem voru hátt settir í bönkunum bera alla ábyrgð á afleiðingum alheims fjármálakrísunnar, miklu betri hugmynd en að láta Seðlabankamenn, ráðherra eða alþinginsmenn bera hana....en að Hæstiréttur Íslands skuli spila með í því rugli alla leið er algjörlega út í hött og eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi ganga eftir. Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum. Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu. Haltu áfram Jón Steinar þó enginn segi neitt, dropinn hlýtur að hola steininn.Höfundur er tveggja barna móðir og kona manns og föðurs sem situr saklaus í fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær hlustaði ég á viðtal í Bítinu á Bylgjunni þar sem rætt var við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um það ófremdar ástand sem ríkir meðal dómara í Hæstarétti Íslands sem voru stórtækir í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum fyrir hrun og hafa svo dæmt í málum sem tengjast hruninu þar sem þeir eru augljóslega bullandi vanhæfir. Við fjölskyldan höfum fengið að kynnast þessum brandara sem Hæstiréttur Íslands er. Það trúir því enginn sem ekki fær að reyna það sjálfur hvernig vinnubrögðin eru hjá þessari æðstu stofnun Íslands. Alþingismenn þora ekki í þennan slag og fullyrða að þeir hafi ekkert með málið að gera og innanríkisráðherra lætur eins og þetta komi honum bara alls ekki við. Það virðist ekki vera nokkur maður hér á landi sem hefur með þessi mál að gera nema fjárfestirinn Markús sjálfur og það virðist enginn geta svo mikið sem talað við manninn því hann er á svo háum stalli að hann virðist ósnertanlegur. Af hverju þarf Markús ekki að koma í viðtal í fjölmiðlum eins og aðrir til að svara fyrir þessi alvarlegu brot sín í starfi? Ráðamenn þjóðarinnar horfa upp á saklaust fólk fara í fangelsi án þess að aðhafast nokkuð. Dómarnir eru fullkomlega órökstuddir, það sem sannar sakleysi er látið hverfa með ósvífnum hætti eða hvergi tekið til greina. Hátt settir dómarar koma fram opinberlega og segjast einfaldlega dæma eftir stemningu hverju sinni bullandi vanhæfir í þokkabót. Verjendur þessa saklausa fólks sem fær þunga fangelsisdóma eru gapandi yfir niðurstöðunum en hafa engin úrræði til að gera athugasemdir og telja sig ekki vera í stöðu til að gagnrýna dómana af ótta við að fyrirgera frama sínum í stéttinni. Það var vel skiljanleg hugmynd í upphafi að það væri góð lausn á vandamálinu að láta þá sem voru hátt settir í bönkunum bera alla ábyrgð á afleiðingum alheims fjármálakrísunnar, miklu betri hugmynd en að láta Seðlabankamenn, ráðherra eða alþinginsmenn bera hana....en að Hæstiréttur Íslands skuli spila með í því rugli alla leið er algjörlega út í hött og eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi ganga eftir. Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum. Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu. Haltu áfram Jón Steinar þó enginn segi neitt, dropinn hlýtur að hola steininn.Höfundur er tveggja barna móðir og kona manns og föðurs sem situr saklaus í fangelsi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar