Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? 21. júní 2017 09:00 Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun