Besta útgáfan af þér 21. júní 2017 09:00 Styrkleikar okkar eru sagðir okkur eins eðlilegir og það að draga andann og þeir drífa okkur áfram. En þekkja allir helstu styrkleika sína? Rannsóknir gefa til kynna að aðeins einn þriðji einstaklinga hafi góðan skilning á því hverjir styrkleikar þeirra eru og að allir hafi tilhneigingu til að vera að einhverju leyti blindir á eigin styrkleika. Hvað græðum við á því að þekkja og nota styrkleika? Nýleg könnun The VIA Institute on Character og Michelle McQuaid, sem náði til 1.000 bandarískra starfsmanna, gefur meðal annars til kynna betri vinnuanda og aukna framleiðni. Árangursríkir leiðtogar þurfa að þekkja sjálfa sig, sem og starfsmenn sína, og flytja þá jafnvel til í starfi þar sem styrkleikar þeirra henta betur. Starfsmaður notar hugsanlega hugrekki til að fallast ekki hendur í erfiðum verkefnum og lætur í sér heyra ef einhver er beittur óréttlæti, jafnvel þó það sé óvinsælt. Annar býr mögulega yfir seiglu, sýnir ábyrgð, er einstaklingur sem virðir tímamörk og lýkur verkefnum. Sá þriðji sýnir góðvild, aðstoðar vinnufélaga og gerir öðrum greiða. Fjórði hefur forvitni sem sinn helsta styrkleika og er því starfsmaður sem skoðar, uppgötvar og hefur einlægan áhuga á því sem er að gerast og svo má lengi telja. Það er sömuleiðis áhrifaríkt að þekkja styrkleika starfsmanna til að velja einstaklinga í afkastamikil teymi. Þannig sér leiðtoginn til dæmis virði einstaklinga, samhæfir, hlustar og deilir verkum, skapandi starfsmaður leggur til nýjar hugmyndir og nálganir og víðsýnn starfsmaður veltir fyrir sér kostum og göllum áður en niðurstaða fæst. Gleymum heldur ekki einkalífinu. Sjálfstjórn drífur okkur fram úr á morgnana og fær okkur til að mæta á réttum tíma til vinnu .Engin starfslýsing er til fyrir fjölskyldulífið, sem betur fer kannski, en það gefur okkur aukna vídd að þekkja styrkleika maka og barna, og stuðla að því að hver einstaklingur blómstri gegnum þessa eiginleika. Styrkleikar nýtast víðar, svo sem í námi, til að fara út fyrir þægindarammann þegar við erum stressuð og í erfiðleikum lífsins. Ef þú vilt breytingar, veltu þá fyrir þér hvort styrkleikar gætu verið hluti af vegferð þinni til að verða besta útgáfan af sjálfum þér.Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Spígspor og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Styrkleikar okkar eru sagðir okkur eins eðlilegir og það að draga andann og þeir drífa okkur áfram. En þekkja allir helstu styrkleika sína? Rannsóknir gefa til kynna að aðeins einn þriðji einstaklinga hafi góðan skilning á því hverjir styrkleikar þeirra eru og að allir hafi tilhneigingu til að vera að einhverju leyti blindir á eigin styrkleika. Hvað græðum við á því að þekkja og nota styrkleika? Nýleg könnun The VIA Institute on Character og Michelle McQuaid, sem náði til 1.000 bandarískra starfsmanna, gefur meðal annars til kynna betri vinnuanda og aukna framleiðni. Árangursríkir leiðtogar þurfa að þekkja sjálfa sig, sem og starfsmenn sína, og flytja þá jafnvel til í starfi þar sem styrkleikar þeirra henta betur. Starfsmaður notar hugsanlega hugrekki til að fallast ekki hendur í erfiðum verkefnum og lætur í sér heyra ef einhver er beittur óréttlæti, jafnvel þó það sé óvinsælt. Annar býr mögulega yfir seiglu, sýnir ábyrgð, er einstaklingur sem virðir tímamörk og lýkur verkefnum. Sá þriðji sýnir góðvild, aðstoðar vinnufélaga og gerir öðrum greiða. Fjórði hefur forvitni sem sinn helsta styrkleika og er því starfsmaður sem skoðar, uppgötvar og hefur einlægan áhuga á því sem er að gerast og svo má lengi telja. Það er sömuleiðis áhrifaríkt að þekkja styrkleika starfsmanna til að velja einstaklinga í afkastamikil teymi. Þannig sér leiðtoginn til dæmis virði einstaklinga, samhæfir, hlustar og deilir verkum, skapandi starfsmaður leggur til nýjar hugmyndir og nálganir og víðsýnn starfsmaður veltir fyrir sér kostum og göllum áður en niðurstaða fæst. Gleymum heldur ekki einkalífinu. Sjálfstjórn drífur okkur fram úr á morgnana og fær okkur til að mæta á réttum tíma til vinnu .Engin starfslýsing er til fyrir fjölskyldulífið, sem betur fer kannski, en það gefur okkur aukna vídd að þekkja styrkleika maka og barna, og stuðla að því að hver einstaklingur blómstri gegnum þessa eiginleika. Styrkleikar nýtast víðar, svo sem í námi, til að fara út fyrir þægindarammann þegar við erum stressuð og í erfiðleikum lífsins. Ef þú vilt breytingar, veltu þá fyrir þér hvort styrkleikar gætu verið hluti af vegferð þinni til að verða besta útgáfan af sjálfum þér.Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Spígspor og FKA-félagskona.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar