Íhald + aðhald = afturhald Torfi H. Tulinius skrifar 26. apríl 2017 07:00 Viðreisn vakti von um stjórnmálahreyfingu heiðarlegra hægri manna sem vildu sátt milli eignafólks og annarra landsmanna. Nafnið vísaði til sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hlúðu að menntun, velferð og framförum í lýðveldinu unga. Máske var leit að liðnum tíma límið milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Menn gátu ímyndað sér—og hlutaðeigandi kannski líka—að jafnaðarmaðurinn geðþekki Gylfi Þ. og íhaldsmaðurinn staðfasti Bjarni Ben eldri væru gengnir aftur í þeim Óttari og Benedikt. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið staðinn að því að segja ósatt í fréttum fáum dögum áður, héldu þeir í tálsýnina og mynduðu með honum ríkisstjórn sem telur sér og öðrum trú um að standi fyrir frjálslyndi og umbætur. En annað lím var fortíðarþránni yfirsterkara: stéttvísi auðmanna. Undanfarið hefur orðið æ ljósara að Óttarr, Björt og þingmennirnir tveir sem leiddu ríku frændurna til valda eru eins og illa sniðnir leppar sem ná ekki að hylja eðli ríkisstjórnarinnar sem birtist nú í fjármálaáætlun til fimm ára. Áætlun sú mun þrengja að velferð, heilbrigði, menntun, rannsóknum og nýsköpun um leið og hagvöxtur er meiri en í öðrum löndum OECD. Fjármálaráðherra talar um aðhald, en heilbrigðisráðherra brosir vandræðalega og segir að ekki séu til peningar fyrir öllu. Auðvitað er gott að eyða ekki um efni fram og lækka skuldir. En í góðæri er ámælisvert að veikja áfram innviði góðs samfélags og stefna framtíð þess í hættu með því að svelta menntun, rannsóknir og nýsköpun. Óttarr Proppé veit vel að peningarnir eru til. Það er hins vegar pólitísk stefna stjórnarmeirihlutans að halda auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti í lágmarki og koma ekki á þriðja skattþrepi hálaunafólks. Þó myndi breytt skattkerfi standa undir nauðsynlegum útgjöldum til framfaramála. Í staðinn er ríkisstjórninni stýrt af hvötum þeirra ríku sem halda fast í peninga sína og standa í vegi fyrir framþróun. Aðhald Íhaldsins er því ekkert annað en afturhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Viðreisn vakti von um stjórnmálahreyfingu heiðarlegra hægri manna sem vildu sátt milli eignafólks og annarra landsmanna. Nafnið vísaði til sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hlúðu að menntun, velferð og framförum í lýðveldinu unga. Máske var leit að liðnum tíma límið milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Menn gátu ímyndað sér—og hlutaðeigandi kannski líka—að jafnaðarmaðurinn geðþekki Gylfi Þ. og íhaldsmaðurinn staðfasti Bjarni Ben eldri væru gengnir aftur í þeim Óttari og Benedikt. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið staðinn að því að segja ósatt í fréttum fáum dögum áður, héldu þeir í tálsýnina og mynduðu með honum ríkisstjórn sem telur sér og öðrum trú um að standi fyrir frjálslyndi og umbætur. En annað lím var fortíðarþránni yfirsterkara: stéttvísi auðmanna. Undanfarið hefur orðið æ ljósara að Óttarr, Björt og þingmennirnir tveir sem leiddu ríku frændurna til valda eru eins og illa sniðnir leppar sem ná ekki að hylja eðli ríkisstjórnarinnar sem birtist nú í fjármálaáætlun til fimm ára. Áætlun sú mun þrengja að velferð, heilbrigði, menntun, rannsóknum og nýsköpun um leið og hagvöxtur er meiri en í öðrum löndum OECD. Fjármálaráðherra talar um aðhald, en heilbrigðisráðherra brosir vandræðalega og segir að ekki séu til peningar fyrir öllu. Auðvitað er gott að eyða ekki um efni fram og lækka skuldir. En í góðæri er ámælisvert að veikja áfram innviði góðs samfélags og stefna framtíð þess í hættu með því að svelta menntun, rannsóknir og nýsköpun. Óttarr Proppé veit vel að peningarnir eru til. Það er hins vegar pólitísk stefna stjórnarmeirihlutans að halda auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti í lágmarki og koma ekki á þriðja skattþrepi hálaunafólks. Þó myndi breytt skattkerfi standa undir nauðsynlegum útgjöldum til framfaramála. Í staðinn er ríkisstjórninni stýrt af hvötum þeirra ríku sem halda fast í peninga sína og standa í vegi fyrir framþróun. Aðhald Íhaldsins er því ekkert annað en afturhald.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun