Stjarnan ætlar ekki lengra með málið

Mótanefndin sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem kallaði á að nefndin breytti úrskurði sínum. 10-0 sigur Gróttu á Stjörnunni mun því standa.
Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni í leiknum sem Stjarnan vann, 22-25. Mannleg mistök urðu þess valdandi að leikmaðurinn var ekki skráður á skýrslu.
Sjá einnig: Úrslitin í leik Gróttu og Stjörnunnar standa
Karl Daníelson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, staðfesti við Vísi að Stjarnan myndi láta staðar numið hér. Ekki yrði farið lengra með málið.
Stjarnan hefði getað kært þennan úrskurð til dómstóls HSÍ og síðan til áfrýjunardómstóls HSÍ ef það hefði ekki virkað. Stjarnan ætlar ekki að gera það. Ef Stjarnan hefði farið þá leið væri úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna komin í mikið uppnám.
Þriðji leikur liðanna fer fram klukkan 20.00 í kvöld og Stjarnan þarf að vinna þrjá leiki í röð til þess að komast áfram.
Tengdar fréttir

Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ
Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar.

Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun
"Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það.

Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar
Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum.

Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu.