The Computer says no! Hjálmar Árnason skrifar 21. ágúst 2017 15:02 Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar