Sebastian: Get skilið við félagið á betri stað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2017 13:42 Sebastian Alexandersson, fyrrum þjálfari Selfoss. Vísir/Anton Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15
Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07