Bréf til Katrínar Jakobsdóttur Edda Þórarinsdóttir skrifar 22. október 2017 17:08 Kæra Katrín. Mannréttindi eru það mikilvægasta í siðmenntuðu þjóðfélagi og heilbrigð stjórnvöld mega aldrei gleyma því. Það eru mannréttindi að fá að kjósa, það eru mannréttindi að búa við réttlátt dómskerfi og það eru mannréttindi að fá að eldast með reisn. Í upphafi lífeyrissjóða á Íslandi var þáttaka í sjóðunum aðeins leyfð launþegum sem voru í verkalýðsfélögum, en þeir sem af einhverjum ástæðum störfuðu sjálfstætt voru flokkaðir sem atvinnurekendur jafnvel þótt þeir væru alla tíð einyrkjar í sínu “fyrirtæki”. Þessi útilokun „atvinnurekenda” til að borga í lífeyrissjóði varði mestalla síðustu öld. Í kjölfar hrunsins 2008 ákvað ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar að leggja svokallaðan „auðlegðarskatt” á þetta fólk og lagðist sá skattur með miklum þunga á nokkuð stóran hóp eldri borgara, eða um 7200 manns. Hóp sem hafði reynt að spara til elliáranna og búa sér til sinn eigin lífeyrissjóð, til dæmis með því að fjárfesta í steinsteypu - kaupa eða byggja húsnæði - eða jafnvel með því að kaupa ríkisskuldabréf. Þetta er hvorki ólöglegt né glæpsamlegt. Í viðtölum við þig nýverið hefur komið fram að þið í VG virðist hafa áhuga á að endurvekja þennan óréttláta skatt og leggja hann á lífeyri þeirra sem ekki fengu tækifæri til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði. Hvaða réttlæti er í því, á meðan þeim sem voru launþegar og gátu geymt ellilífeyri sinn í lífeyrissjóðakerfinu er ekki refsað með auðlegðarskatti? Ég vona að VG sýni þann kjark að draga þessar skattahugmyndir til baka og brjóti ekki mannréttindi á öldruðu fólki. Með kveðju, Edda Þórarinsdóttir - leikkona og fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Katrín. Mannréttindi eru það mikilvægasta í siðmenntuðu þjóðfélagi og heilbrigð stjórnvöld mega aldrei gleyma því. Það eru mannréttindi að fá að kjósa, það eru mannréttindi að búa við réttlátt dómskerfi og það eru mannréttindi að fá að eldast með reisn. Í upphafi lífeyrissjóða á Íslandi var þáttaka í sjóðunum aðeins leyfð launþegum sem voru í verkalýðsfélögum, en þeir sem af einhverjum ástæðum störfuðu sjálfstætt voru flokkaðir sem atvinnurekendur jafnvel þótt þeir væru alla tíð einyrkjar í sínu “fyrirtæki”. Þessi útilokun „atvinnurekenda” til að borga í lífeyrissjóði varði mestalla síðustu öld. Í kjölfar hrunsins 2008 ákvað ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar að leggja svokallaðan „auðlegðarskatt” á þetta fólk og lagðist sá skattur með miklum þunga á nokkuð stóran hóp eldri borgara, eða um 7200 manns. Hóp sem hafði reynt að spara til elliáranna og búa sér til sinn eigin lífeyrissjóð, til dæmis með því að fjárfesta í steinsteypu - kaupa eða byggja húsnæði - eða jafnvel með því að kaupa ríkisskuldabréf. Þetta er hvorki ólöglegt né glæpsamlegt. Í viðtölum við þig nýverið hefur komið fram að þið í VG virðist hafa áhuga á að endurvekja þennan óréttláta skatt og leggja hann á lífeyri þeirra sem ekki fengu tækifæri til að greiða í hefðbundna lífeyrissjóði. Hvaða réttlæti er í því, á meðan þeim sem voru launþegar og gátu geymt ellilífeyri sinn í lífeyrissjóðakerfinu er ekki refsað með auðlegðarskatti? Ég vona að VG sýni þann kjark að draga þessar skattahugmyndir til baka og brjóti ekki mannréttindi á öldruðu fólki. Með kveðju, Edda Þórarinsdóttir - leikkona og fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar