Upptökur, ekki upptekinn háttur Kristín Hulda Gísladóttir skrifar 2. desember 2017 13:00 Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur mjög framarlega í jafnréttismálum. Þar starfar sérstök Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og að auki eru jafnréttisnefndir fyrir miðlæga stjórnsýslu og hvert og eitt fræðasvið. Þá er Háskólinn með starfandi jafnréttisfulltrúa og ítarlega jafnréttisáætlun. Háskólinn leggur svo mikla áherslu á jafnrétti að eitt af einungis þremur gildum Háskóla Íslands í núgildandi stefnu er einmitt jafnrétti. Í ljósi alls þessa myndu flestir ætla að Háskólinn nýti öll úrræði sem í boði eru til að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Háskólinn stendur sig vel á mörgum sviðum jafnréttis en þó er eitt málefni sem varðar jafnrétti nemenda og virðist litla sem enga athygli fá frá skólanum. Upptökur á fyrirlestrum og aðgengi nemenda að þeim í gegnum netið. Upptökur á fyrirlestrum eru gífurlega mikilvægar til að nemendur hafi jöfn tækifæri til að nýta sér námið og kennsluna óháð fjölskylduhag, búsetu eða fjárhag. Ástæður þess að margir nemendur eiga erfitt með að mæta í fyrirlestra eru fjölmargar og mun fleiri en nefndar eru hér. Að auki getur gífurlega margt komið upp á sem gerir nemendum erfitt fyrir að mæta, líkt og áföll, slys og veikindi, bæði andleg og líkamleg. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að Háskólinn leggi sig allan fram um að slíkar aðstæður bitni sem minnst á námi nemenda. Þrátt fyrir þrálátar óskir nemenda um upptökur á fyrirlestrum virðist þó engin áhersla lögð á þær og fátt annað en geðþóttaákvörðun kennara ræður því hvort fyrirlestrar eru teknir upp. Fyrir þessu hafa heyrst ýmsar ástæður á borð við að upptökur geti valdið óþægindum fyrir kennara, auki á vinnuálag þeirra og að þeir kunni ekki á búnaðinn. Sem sálfræðinemi á þriðja ári hef ég setið fjöldann allan af námskeiðum og hefjast þau iðulega á því að kennarinn fær spurningar um það af hverju fyrirlestrar séu ekki teknir upp. Sú afsökun sem ég hef oftast heyrt er eitthvað á borð við: „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að taka upp fyrirlestra í þessum áfanga.“ Frekar kaldhæðnisleg afsökun því í sálfræði lærum við einmitt mikið um hefðarrök og hversu léleg þau séu. Það er í miklu ósamræmi við stefnu Háskólans og þá miklu áherslu sem lögð er á jafnrétti að upptökubúnaður sé ekki nýttur í þeim stofum þar sem hann er til staðar. Kröfur nemenda eru skýrar og augljóst að jafnt aðgengi nemenda að kennslu fellur undir jafnrétti. Nú standa yfir lokapróf í Háskólanum og víst að margir nemendur eru verr í stakk búnir en aðrir því þeir misstu af fyrirlestrum og höfðu enga leið til að nálgast þá. Vilji Háskóli Íslands starfa með jafnrétti að leiðarljósi, líkt og segir í stefnu skólans, ætti hann að tryggja að kennarar kunni á upptökubúnaðinn og nýti hann alltaf þegar hann er til staðar.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar