Nánast búnir að Tékka sig út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2017 06:00 Janus Daði Smárason hnoðaði lífi í íslenska liðið í gær. vísir/getty „Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira