Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2017 22:16 Manuela Ósk Harðardóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Vísir Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og nemi, er heldur betur ósátt vegna ummæla í hennar garð frá leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, en Ágústa Eva hefur beðist afsökunar á þeim. Manuela birti mynd af sér á Instagram sem hún tók á Beverly Hills Hotel í Bandaríkjunum þar sem hún sýndi fylgjendum sínum afraksturinn af sólbaði dagsins. „Lækin“ og athugasemdirnar hrönnuðust inn í kjölfarið en Ágústa Eva ritaði ummælin „Borða :)“ við myndina og fékk yfir sig miklar skammir í kjölfarið. „Þetta var vel meint. Sorry allir sem móðguðust,“ ritaði Ágústa Eva í kjölfarið sem eyddi út fyrri athugasemdinni. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT Segir konur eiga að standa saman Manuela hefur tjáð sig á mjög ítarlegan hátt um málið á Snapchat þar sem hún sagði meðal annars Ágústu Evu taka að sér að segja fólki hvernig það eigi að vera. „Þið heyrið í henni ef þið eruð eitthvað óviss með your body. Hún veit hvernig allir eiga að líta út.“ Manuela greindi jafnframt frá því að hún hefði fengið einkaskilaboð frá Ágústu Evu á Facebook þar sem þær ræddu málið en Manuela segir Ágústu Evu hafa endað þau samskipti og lokað hana á Facebook. Á Snapchat segir Manuela konur eiga að standa saman og svona framkoma sé fyrir neðan allar hellur og eigi ekki að líðast. Aðrar reglur virðast gilda um feitar manneskjur en grannar að mati Manúelu.Grannir geta verið viðkvæmir fyrir vaxtarlagi sínu Hún sagðist ekki þekkja Ágústu Evu og að hún myndi aldrei blanda sér í það hvað Ágústa Eva borðar eða að hún vogi sér að hafa skoðun á hennar útlit. „Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt að þetta hafi gerst. Ég næ ekki utan um það. Ef ég væri búin að bæta á mig, hefði hún kommentað á myndina mína: Farðu í megrun, ekki borða svona mikið, róum okkur á gafflinum,“ segir Manuela á Snapchat. Hún segir alveg hægt að vera viðkvæmur fyrir vaxtarlaginu ef viðkomandi er grannur og því slæmt að fá svona frá manneskju sem veit ekki hvað Manuela sé að eiga við.Undir miklu álagi og stressi Manuela segist hafa verið undir miklu álagi og stressi undanfarið, tengt skóla og öðru, og þegar hún sé í þannig ástandi eigi hún það til að léttast og eiga erfitt með svefn. Þegar það gerist líði henni ekki vel en það tengist því ekki að hún sé haldin einhverjum sjúkdómi. „Þetta er álag og streita og kemur svona út. Það er bara stundum erfitt að halda þyngd.“ Hún sagði jafnframt að það komi engum við hvenær hún borðar og hvort hún borði. Henni finnst mikilvægt að fólk temji sér umburðarlyndi og virðingu. „Og það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt. Nákvæmlega jafn dónalegt og að segja einhverjum að fara í megrun.“ Manuela stundar nám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Bandaríkjunum en hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Því til stuðnings fylgjast yfir 50 þúsund manns með henni á Instagram þar sem hún birtir myndina. Manuela vakti fyrst mikla athygli þegar hún var valin ungfrú Ísland árið 2002 en þar var hún í kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson hafði gefið henni í verslunarferð hennar í New York. Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og nemi, er heldur betur ósátt vegna ummæla í hennar garð frá leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, en Ágústa Eva hefur beðist afsökunar á þeim. Manuela birti mynd af sér á Instagram sem hún tók á Beverly Hills Hotel í Bandaríkjunum þar sem hún sýndi fylgjendum sínum afraksturinn af sólbaði dagsins. „Lækin“ og athugasemdirnar hrönnuðust inn í kjölfarið en Ágústa Eva ritaði ummælin „Borða :)“ við myndina og fékk yfir sig miklar skammir í kjölfarið. „Þetta var vel meint. Sorry allir sem móðguðust,“ ritaði Ágústa Eva í kjölfarið sem eyddi út fyrri athugasemdinni. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT Segir konur eiga að standa saman Manuela hefur tjáð sig á mjög ítarlegan hátt um málið á Snapchat þar sem hún sagði meðal annars Ágústu Evu taka að sér að segja fólki hvernig það eigi að vera. „Þið heyrið í henni ef þið eruð eitthvað óviss með your body. Hún veit hvernig allir eiga að líta út.“ Manuela greindi jafnframt frá því að hún hefði fengið einkaskilaboð frá Ágústu Evu á Facebook þar sem þær ræddu málið en Manuela segir Ágústu Evu hafa endað þau samskipti og lokað hana á Facebook. Á Snapchat segir Manuela konur eiga að standa saman og svona framkoma sé fyrir neðan allar hellur og eigi ekki að líðast. Aðrar reglur virðast gilda um feitar manneskjur en grannar að mati Manúelu.Grannir geta verið viðkvæmir fyrir vaxtarlagi sínu Hún sagðist ekki þekkja Ágústu Evu og að hún myndi aldrei blanda sér í það hvað Ágústa Eva borðar eða að hún vogi sér að hafa skoðun á hennar útlit. „Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt að þetta hafi gerst. Ég næ ekki utan um það. Ef ég væri búin að bæta á mig, hefði hún kommentað á myndina mína: Farðu í megrun, ekki borða svona mikið, róum okkur á gafflinum,“ segir Manuela á Snapchat. Hún segir alveg hægt að vera viðkvæmur fyrir vaxtarlaginu ef viðkomandi er grannur og því slæmt að fá svona frá manneskju sem veit ekki hvað Manuela sé að eiga við.Undir miklu álagi og stressi Manuela segist hafa verið undir miklu álagi og stressi undanfarið, tengt skóla og öðru, og þegar hún sé í þannig ástandi eigi hún það til að léttast og eiga erfitt með svefn. Þegar það gerist líði henni ekki vel en það tengist því ekki að hún sé haldin einhverjum sjúkdómi. „Þetta er álag og streita og kemur svona út. Það er bara stundum erfitt að halda þyngd.“ Hún sagði jafnframt að það komi engum við hvenær hún borðar og hvort hún borði. Henni finnst mikilvægt að fólk temji sér umburðarlyndi og virðingu. „Og það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt. Nákvæmlega jafn dónalegt og að segja einhverjum að fara í megrun.“ Manuela stundar nám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Bandaríkjunum en hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Því til stuðnings fylgjast yfir 50 þúsund manns með henni á Instagram þar sem hún birtir myndina. Manuela vakti fyrst mikla athygli þegar hún var valin ungfrú Ísland árið 2002 en þar var hún í kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson hafði gefið henni í verslunarferð hennar í New York.
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira