Á leiðinni heim til Íslands: Átti að klæða sig úr kjólnum fyrir framan fjögurra ára dóttur sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2017 12:30 Af hverju eru farþegar beðnir um að fækka fötum? Mér finnst glatað að þurfa að spila út kynþáttaspilinu (e. the race card) en ég var eini farþeginn sem var tekinn afsíðis, segir Shruthi. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj, hefur farið fram á það við indverska konsúlinn í Þýskalandi hann skili henni skýrslu um mál Shruthi Basappa. Málið verði skoðað ofan í kjölinn. Shruthi sem er frá Indlandi en hefur búið á Íslandi ásamt manni sínum síðastliðin fimm ár, var skipað að gangast undir líkamsleit á flugvellinum í Frankfurt þann 29. mars. Shruthi, sem er arkitekt og hefur kennt Íslendingum indverska matargerð, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu flugvallarins í Frankfurt þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort það gæti talist hluti af eðlilegri öryggisgæslu að láta farþega fækka fötum og standa í nærfötum einum klæða. Shruthi upplýsir að hún hafi verið á leið í flug frá frá Frankfurt til Berlínar þaðan sem flogið var áfram heim til Íslands. „Við vorum á heimleið til Íslands frá Indlandi með viðkomu í Frankfurt með fjögurra ára dóttur okkar þegar við vorum beðin um að stíga til hliðar. Um væri að ræða öryggisleit af handahófi án frekari skýringa,“ segir Shruthi.Shruthi Basappa skrifandi þessi skilaboð á Facebook-síðu flugvallarins í Frankfurt.„Ég var færð í herbergi og beðin um að lyfta kjólnum eða fara úr honum svo það væri hægt að ganga úr skugga um að ég væri ekki að fela neitt undir fötunum. Allt þetta gerðist fyrir framan fjögurra ára dóttur mína,“ segir Shruthi. Hún hafi engar útskýringar fengið á því hvers vegna hún var tekin sérstaklega fyrir. Hún hafi beðið um að hvers lags skönnunarbúnaður yrði notaður frekar en að fækka fötum. Enda væri algjörlega galið að þurfa að fækka fötum án nokkurrar ástæðu og það væri brot á réttindum hennar. Shruthi segist nýlega hafa gengist undir aðgerð á kvið og því beðið starfsmenn í öryggisgæslu að fara varlega þegar þeir þreifuðu á henni við líkamsleitina. Þeirri beiðni hafi ekki verið tekið fagnandi og starfsmaður í öryggisgæslunni endurtekið öskrað á hana. Yfirmaður starfsmannsins hafi verið sama sinnis, Shruthi ætti að fækka fötum. „Af hverju eru farþegar beðnir um að fækka fötum? Mér finnst glatað að þurfa að spila út kynþáttaspilinu (e. the race card) en ég var eini farþeginn sem var tekinn afsíðis og eftir að starfsmenn urðu þess varir að ég horfði endurtekið í áttina til eiginmanns míns skiptu þeir skyndilega um skoðun og létu nægja að þreifa á mér við leitina. Málið hefur vakið mikla athygli í Indlandi þar sem utanríkisráðherrann, Sushma Swaraj, krefst svara frá konsúlnum í Þýskalandi. Nýtti hún Twitter til að setja pressu á flugvöllinn í Frankfurt vegna þessa.Raveesh - Plz send me a report on this. @CGIFrankfurt https://t.co/Aa2iljmsIG— Sushma Swaraj (@SushmaSwaraj) April 1, 2017 „Ég er alltaf „hin útvalda“ í öryggisleitum af handahófi,“ sagði Shruthi á Facebook-síðu sinni. „Auðvitað er það bara tilviljun. Auðvitað tengist það því ekkert að ég sé brún. En þetta gerist í hvert einasta skipti. Hvert. Einasta. Skipti.“Shruthi tók þátt í vel heppnuðu markaðsátaki fyrir jólin 2015 þar sem fólk af erlendu bergi brotið deildi reynslu sinni af verunni á Íslandi.Málið hefur vakið töluverða athygli í Indlandi og er fjallað um það í fjölmörgum indverskum miðlum. Einar Hlér Einarsson, eiginmaður Shruthi, sagði í samtali við Vísi að þau myndu ekki tjá sig frekar um málið. Tengdar fréttir „Ég kom hingað til að stofna fjölskyldu“ Jelena Trisia Bjeletic ólst upp í Júgóslavíu og flutti til Íslands fyrir fimmtán árum frá Serbíu. Hún starfar sem leikskólakennari og sjúkraliði og býr við sjóinn í Vesturbæ Reykjavíkur. 23. desember 2015 11:28 Kennir Íslendingum indverska matargerð Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. 4. apríl 2013 17:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj, hefur farið fram á það við indverska konsúlinn í Þýskalandi hann skili henni skýrslu um mál Shruthi Basappa. Málið verði skoðað ofan í kjölinn. Shruthi sem er frá Indlandi en hefur búið á Íslandi ásamt manni sínum síðastliðin fimm ár, var skipað að gangast undir líkamsleit á flugvellinum í Frankfurt þann 29. mars. Shruthi, sem er arkitekt og hefur kennt Íslendingum indverska matargerð, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu flugvallarins í Frankfurt þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort það gæti talist hluti af eðlilegri öryggisgæslu að láta farþega fækka fötum og standa í nærfötum einum klæða. Shruthi upplýsir að hún hafi verið á leið í flug frá frá Frankfurt til Berlínar þaðan sem flogið var áfram heim til Íslands. „Við vorum á heimleið til Íslands frá Indlandi með viðkomu í Frankfurt með fjögurra ára dóttur okkar þegar við vorum beðin um að stíga til hliðar. Um væri að ræða öryggisleit af handahófi án frekari skýringa,“ segir Shruthi.Shruthi Basappa skrifandi þessi skilaboð á Facebook-síðu flugvallarins í Frankfurt.„Ég var færð í herbergi og beðin um að lyfta kjólnum eða fara úr honum svo það væri hægt að ganga úr skugga um að ég væri ekki að fela neitt undir fötunum. Allt þetta gerðist fyrir framan fjögurra ára dóttur mína,“ segir Shruthi. Hún hafi engar útskýringar fengið á því hvers vegna hún var tekin sérstaklega fyrir. Hún hafi beðið um að hvers lags skönnunarbúnaður yrði notaður frekar en að fækka fötum. Enda væri algjörlega galið að þurfa að fækka fötum án nokkurrar ástæðu og það væri brot á réttindum hennar. Shruthi segist nýlega hafa gengist undir aðgerð á kvið og því beðið starfsmenn í öryggisgæslu að fara varlega þegar þeir þreifuðu á henni við líkamsleitina. Þeirri beiðni hafi ekki verið tekið fagnandi og starfsmaður í öryggisgæslunni endurtekið öskrað á hana. Yfirmaður starfsmannsins hafi verið sama sinnis, Shruthi ætti að fækka fötum. „Af hverju eru farþegar beðnir um að fækka fötum? Mér finnst glatað að þurfa að spila út kynþáttaspilinu (e. the race card) en ég var eini farþeginn sem var tekinn afsíðis og eftir að starfsmenn urðu þess varir að ég horfði endurtekið í áttina til eiginmanns míns skiptu þeir skyndilega um skoðun og létu nægja að þreifa á mér við leitina. Málið hefur vakið mikla athygli í Indlandi þar sem utanríkisráðherrann, Sushma Swaraj, krefst svara frá konsúlnum í Þýskalandi. Nýtti hún Twitter til að setja pressu á flugvöllinn í Frankfurt vegna þessa.Raveesh - Plz send me a report on this. @CGIFrankfurt https://t.co/Aa2iljmsIG— Sushma Swaraj (@SushmaSwaraj) April 1, 2017 „Ég er alltaf „hin útvalda“ í öryggisleitum af handahófi,“ sagði Shruthi á Facebook-síðu sinni. „Auðvitað er það bara tilviljun. Auðvitað tengist það því ekkert að ég sé brún. En þetta gerist í hvert einasta skipti. Hvert. Einasta. Skipti.“Shruthi tók þátt í vel heppnuðu markaðsátaki fyrir jólin 2015 þar sem fólk af erlendu bergi brotið deildi reynslu sinni af verunni á Íslandi.Málið hefur vakið töluverða athygli í Indlandi og er fjallað um það í fjölmörgum indverskum miðlum. Einar Hlér Einarsson, eiginmaður Shruthi, sagði í samtali við Vísi að þau myndu ekki tjá sig frekar um málið.
Tengdar fréttir „Ég kom hingað til að stofna fjölskyldu“ Jelena Trisia Bjeletic ólst upp í Júgóslavíu og flutti til Íslands fyrir fimmtán árum frá Serbíu. Hún starfar sem leikskólakennari og sjúkraliði og býr við sjóinn í Vesturbæ Reykjavíkur. 23. desember 2015 11:28 Kennir Íslendingum indverska matargerð Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. 4. apríl 2013 17:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Ég kom hingað til að stofna fjölskyldu“ Jelena Trisia Bjeletic ólst upp í Júgóslavíu og flutti til Íslands fyrir fimmtán árum frá Serbíu. Hún starfar sem leikskólakennari og sjúkraliði og býr við sjóinn í Vesturbæ Reykjavíkur. 23. desember 2015 11:28
Kennir Íslendingum indverska matargerð Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. 4. apríl 2013 17:00