Kostar rúmlega hálfan milljarð að hreinsa borgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2017 19:30 Hreinsun borgarinnar í fullum gangi Vísir/Stöð 2 Reykjavíkurborg ver rúmlega hálfum milljarði í hreinsun borgarinnar. Hreinsun fyrir þetta sumar er langt komin og segir skrifstofustjóri á umhverfis- og skipulagssviði verkið umfangsmikið og að það taki um tvo mánuði. Með hækkandi sól og betra veðri þá fara menn að huga að vorverkunum og sveitarfélögin þau eru komin af stað og þessir verða áberandi næstu daga. Síðustu daga hafa starfsmenn á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar unnið að því að koma vetrartækjunum í geymslu eftir veturinn en við tekur annað tímabil. Eftir grámyglu síðustu mánaða þá þarf að þrífa borgina. „Við erum farnir af stað á fullu í vorverkin og byrjuðum reyndar fyrir mánuði síðan á stærsta vorverkinu sem er „sóperíið“ allt saman í borginni. Það verkefni gengur bara ágætlega. Við byrjuðum á stofn- og tengibrautum en urðum aðeins að fresta verkefninu sökum veðurfars en höfum tekið þráðinn upp aftur og við munum reyna að halda áfram á áætlun,“ sagði Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hjalti segir að árlegur kostnaður við hreinsun borgarlandsins sé rúmlega hálfur milljarður. „Þetta er rosalega umfangsmikið verkefni. Það er fjöldi tækja og mannskap í þessu í þessu verkefni og þetta tekur okkur um tvo mánuði að hreinsa allt borgarlandið með núverandi búnaði og mannskap í útboði,“ segir Hjalti. Á síðasta ári spratt upp umræða um að borgarlandið hafi verið illa hirt. Gras hafi verið sjaldan slegið, götur skítugar og rusl ekki týnt upp. „Ég er ekki sammála þessari gagnrýni vegna þess að okkur gekk mjög vel að slá í fyrra og okkur gekk líka ágætlega að hreinsa svona miðað við hvað af mannskap og tækjum við höfðum. En auðvitað er þetta þannig verkefni að þau er flókin og það er margt breytilegt í þessu sem getur komið upp á , veðurfar og annað og þess vegna þurfum við stundum að haga seglum eftir vindum og gera okkar besta,“ segir Hjalti. Hjalti segir starfsmenn þjónustumiðstöðvar borgarinnar spennta fyrir vertíðinni sem nú er hafin. „Þú getur ímyndað þér. Þeir hlaupa hérna alveg sprangandi út um allt og eru tilbúnir í að fara í þessi vorverk enda alltaf skemmtilegt þegar vorið kemur,“ segir Hjalti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Reykjavíkurborg ver rúmlega hálfum milljarði í hreinsun borgarinnar. Hreinsun fyrir þetta sumar er langt komin og segir skrifstofustjóri á umhverfis- og skipulagssviði verkið umfangsmikið og að það taki um tvo mánuði. Með hækkandi sól og betra veðri þá fara menn að huga að vorverkunum og sveitarfélögin þau eru komin af stað og þessir verða áberandi næstu daga. Síðustu daga hafa starfsmenn á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar unnið að því að koma vetrartækjunum í geymslu eftir veturinn en við tekur annað tímabil. Eftir grámyglu síðustu mánaða þá þarf að þrífa borgina. „Við erum farnir af stað á fullu í vorverkin og byrjuðum reyndar fyrir mánuði síðan á stærsta vorverkinu sem er „sóperíið“ allt saman í borginni. Það verkefni gengur bara ágætlega. Við byrjuðum á stofn- og tengibrautum en urðum aðeins að fresta verkefninu sökum veðurfars en höfum tekið þráðinn upp aftur og við munum reyna að halda áfram á áætlun,“ sagði Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hjalti segir að árlegur kostnaður við hreinsun borgarlandsins sé rúmlega hálfur milljarður. „Þetta er rosalega umfangsmikið verkefni. Það er fjöldi tækja og mannskap í þessu í þessu verkefni og þetta tekur okkur um tvo mánuði að hreinsa allt borgarlandið með núverandi búnaði og mannskap í útboði,“ segir Hjalti. Á síðasta ári spratt upp umræða um að borgarlandið hafi verið illa hirt. Gras hafi verið sjaldan slegið, götur skítugar og rusl ekki týnt upp. „Ég er ekki sammála þessari gagnrýni vegna þess að okkur gekk mjög vel að slá í fyrra og okkur gekk líka ágætlega að hreinsa svona miðað við hvað af mannskap og tækjum við höfðum. En auðvitað er þetta þannig verkefni að þau er flókin og það er margt breytilegt í þessu sem getur komið upp á , veðurfar og annað og þess vegna þurfum við stundum að haga seglum eftir vindum og gera okkar besta,“ segir Hjalti. Hjalti segir starfsmenn þjónustumiðstöðvar borgarinnar spennta fyrir vertíðinni sem nú er hafin. „Þú getur ímyndað þér. Þeir hlaupa hérna alveg sprangandi út um allt og eru tilbúnir í að fara í þessi vorverk enda alltaf skemmtilegt þegar vorið kemur,“ segir Hjalti
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira