Fjölbreytileikinn er mikilvægur Birta Björnsdóttir skrifar 15. apríl 2016 20:00 Þegar skautað er yfir auglýsingar í dagblöðum, tímaritum og sjónvarpi má glögglega sjá að fatlaðir koma þar sjaldan við sögu. Fatlaðir einstaklingar eru nær eingöngu sýndir í umfjöllun um fötlun sína en ekki sem hluti af hefðbundnu litrófi mannlífsins. Þessu vill Helga Dögg Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Listaháskóla Íslands, breyta. „Ég er að gera verkefni um birtingamyndir fatlaðs fólks innan auglýsingabransans. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á staðalmyndum í samfélaginu og fór að skoða í kringum mig. Þá sá ég hvað fatlað fólk er ótrúlega útilokaður hópur í lífstílstengdum efnum á Íslandi. Ég fór því að skoða mína stöðu sem hvít og ófötluð kona og sá að ég gæti kannski komið eitthvað til móts við aktívisma í réttindabaráttu fatlaðra," segir Helga Dögg, útskriftarnemi í grafískri hönnun. Verkefnið ber yfirskriftina Þrátt fyrir. „Ég skíri þetta Þrátt fyrir og hef orðin yfirstrikuð. Með því er ég að benda á að í hvert skipti sem fjallað er um árangur fatlaðra er tekið fram að hann hafi náðst þrátt fyrir fötlunina," segir Helga. Hún segir mikilvægt að þeir sem ekki eru fatlaðir veki máls á þessu. „Þeir sem eru með meiri forréttindi verða að skoða forréttindi sín og koma til móts við þá sem eru að berjast og búa við minni forréttindi í samfélaginu," segir Helga. Ljósmyndarinn Saga Sig tók myndirnar fyrir Helgu. „Ég varð ótrúlega glöð þegar Helga hafði samband við mig því þetta er eitthvað sem skiptir mig mjög miklu máli. Ég hef mikið verið að hugsa um fjölbreytileyka þá sérstaklega í tísku sem ég vinn mikið við, og þar er ekki mikill fjölbreytileiki," segir Saga. Saga hefur tekið ófáar auglýsingamyndir í gegnum tíðina. Hún segir aðkomu sína að verkefninu hafa breytt viðhorfi sínu. „Algjörlega. Ég er miklu meðvitaðri um hvernig ég vel fólk í verkefnin og kem til með að berjast fyrir auknum fjölbreytileika í minni vinnu. Við berum ábyrgð. Ljósmyndir og auglýsingar eru sýnilegar út um allt í kringum okkur og við sem við þetta störfum berum ábyrgð á að sýna fjölbreytileikann. Það er mjög mikilvæg," segir Saga. Helga Dögg kynnir verkefni sitt á fyrirlestri í Listasafni Reykjavíkur þann 28.apríl næstkomandi. Myndirnar verða einnig sýndar á útskriftarsýningu Listháskóla Íslands í næstu viku. Myndirnar má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þegar skautað er yfir auglýsingar í dagblöðum, tímaritum og sjónvarpi má glögglega sjá að fatlaðir koma þar sjaldan við sögu. Fatlaðir einstaklingar eru nær eingöngu sýndir í umfjöllun um fötlun sína en ekki sem hluti af hefðbundnu litrófi mannlífsins. Þessu vill Helga Dögg Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Listaháskóla Íslands, breyta. „Ég er að gera verkefni um birtingamyndir fatlaðs fólks innan auglýsingabransans. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á staðalmyndum í samfélaginu og fór að skoða í kringum mig. Þá sá ég hvað fatlað fólk er ótrúlega útilokaður hópur í lífstílstengdum efnum á Íslandi. Ég fór því að skoða mína stöðu sem hvít og ófötluð kona og sá að ég gæti kannski komið eitthvað til móts við aktívisma í réttindabaráttu fatlaðra," segir Helga Dögg, útskriftarnemi í grafískri hönnun. Verkefnið ber yfirskriftina Þrátt fyrir. „Ég skíri þetta Þrátt fyrir og hef orðin yfirstrikuð. Með því er ég að benda á að í hvert skipti sem fjallað er um árangur fatlaðra er tekið fram að hann hafi náðst þrátt fyrir fötlunina," segir Helga. Hún segir mikilvægt að þeir sem ekki eru fatlaðir veki máls á þessu. „Þeir sem eru með meiri forréttindi verða að skoða forréttindi sín og koma til móts við þá sem eru að berjast og búa við minni forréttindi í samfélaginu," segir Helga. Ljósmyndarinn Saga Sig tók myndirnar fyrir Helgu. „Ég varð ótrúlega glöð þegar Helga hafði samband við mig því þetta er eitthvað sem skiptir mig mjög miklu máli. Ég hef mikið verið að hugsa um fjölbreytileyka þá sérstaklega í tísku sem ég vinn mikið við, og þar er ekki mikill fjölbreytileiki," segir Saga. Saga hefur tekið ófáar auglýsingamyndir í gegnum tíðina. Hún segir aðkomu sína að verkefninu hafa breytt viðhorfi sínu. „Algjörlega. Ég er miklu meðvitaðri um hvernig ég vel fólk í verkefnin og kem til með að berjast fyrir auknum fjölbreytileika í minni vinnu. Við berum ábyrgð. Ljósmyndir og auglýsingar eru sýnilegar út um allt í kringum okkur og við sem við þetta störfum berum ábyrgð á að sýna fjölbreytileikann. Það er mjög mikilvæg," segir Saga. Helga Dögg kynnir verkefni sitt á fyrirlestri í Listasafni Reykjavíkur þann 28.apríl næstkomandi. Myndirnar verða einnig sýndar á útskriftarsýningu Listháskóla Íslands í næstu viku. Myndirnar má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira