Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 29-23 | Florentina skellti í lás undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2016 21:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Stjarnan bar sigurorð af Fram, 29-23, í 21. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Gróttu, 20-16, á laugardaginn. Stjörnukonur voru ekki upp á sitt besta lengi framan en liðið tryggði sér stigin tvö með frábærum endaspretti. Eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir minnkaði muninn í 23-22 skellti Florentina Stanciu í lás í Stjörnumarkinu og átti hvað stærstan þátt í því að Garðbæingar unnu síðustu 13 mínúturnar 6-1 og leikinn með sex mörkum, 29-23. Florentina varði alls 22 skot (49%) í kvöld en mikill munur var á markvörslu liðanna, sérstaklega á lokakaflanum. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með sex. Þá átti Stefanía Theodórsdóttir afbragðs leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm. Fyrri hálfleikur var afar jafn þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Hvorugt þeirra sýndi þó sínar bestu hliðar. Gestirnir úr Safamýrinni voru með frumkvæðið framan af og komust í 2-4 og 4-6. Ragnheiður byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði þrjú af sex fyrstu mörkum Fram og átti auk þess línusendingu á Steinunni sem skilaði marki. En smám saman rann bikarþynnkan af Stjörnuliðinu sem komst betur inn í leikinn og eftir þrjú mörk í röð frá Hönnu G. Stefánsdóttur komust Garðbæingar yfir, 7-6. Liðin héldust í hendur út fyrri hálfleikinn og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 12-13, Fram í vil. Framkonur gátu ágætlega við þá stöðu unað í ljósi þess að Florentina varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst tvívegis tveimur mörkum yfir. En í stöðunni 14-16 skoraði Stjarnan þrjú mörk í röð og náði forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur en Stjarnan var þó ívið sterkari aðilinn. Fram var þó aldrei langt undan þökk sé framlagi Ragnheiðar og Steinunnar í sókninni en þær skoruðu sjö af tíu mörkum gestanna í seinni hálfleik. En undir lokin klikkaði sóknarleikur Fram illilega. Liðið tapaði boltanum trekk í trekk og var lengi að hlaupa til baka. Og það sem verra var, þá fór Florentina að verja í marki Stjörnunnar. Hún varði fimm af síðustu sex skotum sem hún fékk á sig en Fram skoraði einungis eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins. Vörn Stjörnunnar styrkist einnig eftir því sem leið á leikinn, ekki síst eftir innkomu Rakelar Daggar Bragadóttur. Stjarnan breytti stöðunni úr 23-22 í 28-22 og vann að lokum sex marka sigur, 29-23.Halldór Harri: Var dauðhræddur fyrir leikinn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkenndi að hafa verið smeykur fyrir leikinn gegn Fram í kvöld, sem var sá fyrsti eftir að Garðbæingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. "Ég var dauðhræddur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn," sagði Halldór Harri eftir sigurinn á Fram. "Ég var hræddur við hvernig við myndum mæta í þennan leik. Mér fannst æfingin í gær léleg og ég var smá smeykur við þetta. "Þreytan gerði vart við sig en við náðum að loka þessu í lokin og fá nokkur hraðaupphlaup." Halldór Harri var ánægður með varnarleik Stjörnunnar á lokakaflanum en liðið fékk aðeins eitt mark á sig á síðustu 13 mínútum leiksins. "Undir lokin náðum við að loka á Ragnheiði (Júlíusdóttur) og færðum okkur vel í vörninni. Við vildum þetta í lokin," sagði þjálfarinn sem segir að innkoma Rakelar Daggar Bragadóttur hjálpi Stjörnuliðinu mikið. "Hún kemur inn með öryggi og talanda og er góður leikmaður, jafnt innan vallar sem utan. Hún hjálpaði okkur að loka þessu í kvöld," sagði Halldór Harri að lokum.Steinunn: Misstum höfuðið niður í bringu Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, átti engar skýringar á skelfilegum lokakafla liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en á síðustu 13 mínútunum breytti Stjarnan stöðunni úr 23-22 í 29-23. "Við misstum hausinn, ég skil ekki af hverju," sagði Steinunn eftir leik. "Við köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum í röð, keyrum ekki til baka og missum höfuðið niður í bringu. Það ætluðist allir til þess að næsti maður myndi gera eitthvað og það tók enginn ábyrgð." Steinunn kvaðst þó nokkuð sátt með spilamennsku Fram framan af leik. "Mér fannst við alveg með þetta í fyrri hálfleik. Mér leið vel, bæði í vörn og sókn, og það kom ekkert á óvart hjá Stjörnunni," sagði Steinunni og bætti við: "En í seinni hálfleiknum skutum við ekki jafn vel og Flora (Florentina Stanciu) fór að verja. Við urðum hræddar, köstuðum boltanum frá okkur og hættum að sækja á markið." Steinunn spilaði sem línumaður í dag eins og hún hefur gert síðan Elísabet Gunnarsdóttir þurfti að draga sig í hlé vegna tilvonandi barneigna. Steinunn er nokkuð ánægð hvernig til hefur tekist en hún segist aldrei hafa spilað á línunni áður. "Það hefur gengið allt í lagi en ég er engin Lísa. Vonandi verður þetta betra með hverjum leiknum og ég fæ meira sjálfstraust sem línumaður," sagði Steinunn að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Fram, 29-23, í 21. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Gróttu, 20-16, á laugardaginn. Stjörnukonur voru ekki upp á sitt besta lengi framan en liðið tryggði sér stigin tvö með frábærum endaspretti. Eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir minnkaði muninn í 23-22 skellti Florentina Stanciu í lás í Stjörnumarkinu og átti hvað stærstan þátt í því að Garðbæingar unnu síðustu 13 mínúturnar 6-1 og leikinn með sex mörkum, 29-23. Florentina varði alls 22 skot (49%) í kvöld en mikill munur var á markvörslu liðanna, sérstaklega á lokakaflanum. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með sex. Þá átti Stefanía Theodórsdóttir afbragðs leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm. Fyrri hálfleikur var afar jafn þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Hvorugt þeirra sýndi þó sínar bestu hliðar. Gestirnir úr Safamýrinni voru með frumkvæðið framan af og komust í 2-4 og 4-6. Ragnheiður byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði þrjú af sex fyrstu mörkum Fram og átti auk þess línusendingu á Steinunni sem skilaði marki. En smám saman rann bikarþynnkan af Stjörnuliðinu sem komst betur inn í leikinn og eftir þrjú mörk í röð frá Hönnu G. Stefánsdóttur komust Garðbæingar yfir, 7-6. Liðin héldust í hendur út fyrri hálfleikinn og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 12-13, Fram í vil. Framkonur gátu ágætlega við þá stöðu unað í ljósi þess að Florentina varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst tvívegis tveimur mörkum yfir. En í stöðunni 14-16 skoraði Stjarnan þrjú mörk í röð og náði forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur en Stjarnan var þó ívið sterkari aðilinn. Fram var þó aldrei langt undan þökk sé framlagi Ragnheiðar og Steinunnar í sókninni en þær skoruðu sjö af tíu mörkum gestanna í seinni hálfleik. En undir lokin klikkaði sóknarleikur Fram illilega. Liðið tapaði boltanum trekk í trekk og var lengi að hlaupa til baka. Og það sem verra var, þá fór Florentina að verja í marki Stjörnunnar. Hún varði fimm af síðustu sex skotum sem hún fékk á sig en Fram skoraði einungis eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins. Vörn Stjörnunnar styrkist einnig eftir því sem leið á leikinn, ekki síst eftir innkomu Rakelar Daggar Bragadóttur. Stjarnan breytti stöðunni úr 23-22 í 28-22 og vann að lokum sex marka sigur, 29-23.Halldór Harri: Var dauðhræddur fyrir leikinn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkenndi að hafa verið smeykur fyrir leikinn gegn Fram í kvöld, sem var sá fyrsti eftir að Garðbæingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. "Ég var dauðhræddur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn," sagði Halldór Harri eftir sigurinn á Fram. "Ég var hræddur við hvernig við myndum mæta í þennan leik. Mér fannst æfingin í gær léleg og ég var smá smeykur við þetta. "Þreytan gerði vart við sig en við náðum að loka þessu í lokin og fá nokkur hraðaupphlaup." Halldór Harri var ánægður með varnarleik Stjörnunnar á lokakaflanum en liðið fékk aðeins eitt mark á sig á síðustu 13 mínútum leiksins. "Undir lokin náðum við að loka á Ragnheiði (Júlíusdóttur) og færðum okkur vel í vörninni. Við vildum þetta í lokin," sagði þjálfarinn sem segir að innkoma Rakelar Daggar Bragadóttur hjálpi Stjörnuliðinu mikið. "Hún kemur inn með öryggi og talanda og er góður leikmaður, jafnt innan vallar sem utan. Hún hjálpaði okkur að loka þessu í kvöld," sagði Halldór Harri að lokum.Steinunn: Misstum höfuðið niður í bringu Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, átti engar skýringar á skelfilegum lokakafla liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en á síðustu 13 mínútunum breytti Stjarnan stöðunni úr 23-22 í 29-23. "Við misstum hausinn, ég skil ekki af hverju," sagði Steinunn eftir leik. "Við köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum í röð, keyrum ekki til baka og missum höfuðið niður í bringu. Það ætluðist allir til þess að næsti maður myndi gera eitthvað og það tók enginn ábyrgð." Steinunn kvaðst þó nokkuð sátt með spilamennsku Fram framan af leik. "Mér fannst við alveg með þetta í fyrri hálfleik. Mér leið vel, bæði í vörn og sókn, og það kom ekkert á óvart hjá Stjörnunni," sagði Steinunni og bætti við: "En í seinni hálfleiknum skutum við ekki jafn vel og Flora (Florentina Stanciu) fór að verja. Við urðum hræddar, köstuðum boltanum frá okkur og hættum að sækja á markið." Steinunn spilaði sem línumaður í dag eins og hún hefur gert síðan Elísabet Gunnarsdóttir þurfti að draga sig í hlé vegna tilvonandi barneigna. Steinunn er nokkuð ánægð hvernig til hefur tekist en hún segist aldrei hafa spilað á línunni áður. "Það hefur gengið allt í lagi en ég er engin Lísa. Vonandi verður þetta betra með hverjum leiknum og ég fæ meira sjálfstraust sem línumaður," sagði Steinunn að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn