Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-21 | Grótta styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2016 13:29 Vísir/Vilhelm Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu. Olís-deild kvenna Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira