Algengara að hundar fái Alzheimer-sjúkdóminn Þorgeir Helgason skrifar 11. október 2016 07:00 Alzheimer-sjúkdómurinn hrjáir hunda upp úr tólf ára aldri. vísir/stefán „Þetta er að verða sífellt algengara því hundar lifa mun lengur en áður. Við verðum meira vör við þetta enda er þetta sjúkdómur sem kemur frekar fram á efri árum,“ segir Hanna Arnórsdóttir dýralæknir. Sá hluti dýralækninga sem er hvað ört vaxandi miðar að því að vinna bug á öldrunarsjúkdómum gæludýra. Einn þessara sjúkdóma, sem hefur verið nefndur hunda-Alzheimer greinist nú æ oftar vegna lengri lífaldurs hunda. Eins og hjá mannfólki hefur sjúkdómurinn í för með sér minnisglöp. Einkenni sjúkdómsins eru þau að hundurinn virðist ekki kannast við sig, til dæmis heima hjá sér, hann vakir og vælir á næturnar en sefur á daginn og fer að missa saur og þvag innandyra. „Við greinum hundana með útilokunargreiningu. Heilinn fer að hrörna, boðefni breytast og blóðflæði minnkar jafnvel til heilans,“ segir Hanna. En það er ekki ósvipað því sem gerist þegar menn fá Alzheimer-sjúkdóminn. Á síðustu árum hafa dýralæknar byrjað að gefa hundum með elliglöp Alzheimer-lyfið selegiline en það er almennt notað til að bregðast við Alzheimer í mönnum. Samkvæmt rannsóknum hefur lyfið virkað mjög vel.Hanna segir mikilvægt fyrir hunda sem glíma við sjúkdóminn að þeir fái góða hreyfingu og örvun. Mikilvægt sé að fæðan sé rétt, þannig að þeir fái allt sem til þarf, svo að þeir viðhaldi góðri blóðrás og heilastarfsemin líði engan skort. Ekki liggur fyrir hvort Alzheimer-sjúkdómurinn finnist frekar hjá einhverjum sérstökum hundategundum en öðrum. „Miðað við hvað það eru til margar tegundir hunda og hversu breytilegir þeir eru í stærð og vinnu þá er ekki ólíklegt að þetta liggi frekar í ákveðnum línum,“ segir Hanna. Hanna segir að sjúkdómurinn sé ekki greindur í einni heimsókn heldur að um framsækin einkenni sé að ræða sem aukast á meðan hundinum versnar. Hún telur að sjúkdómurinn láti bera á sér fyrst við tólf til þrettán ára hundum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
„Þetta er að verða sífellt algengara því hundar lifa mun lengur en áður. Við verðum meira vör við þetta enda er þetta sjúkdómur sem kemur frekar fram á efri árum,“ segir Hanna Arnórsdóttir dýralæknir. Sá hluti dýralækninga sem er hvað ört vaxandi miðar að því að vinna bug á öldrunarsjúkdómum gæludýra. Einn þessara sjúkdóma, sem hefur verið nefndur hunda-Alzheimer greinist nú æ oftar vegna lengri lífaldurs hunda. Eins og hjá mannfólki hefur sjúkdómurinn í för með sér minnisglöp. Einkenni sjúkdómsins eru þau að hundurinn virðist ekki kannast við sig, til dæmis heima hjá sér, hann vakir og vælir á næturnar en sefur á daginn og fer að missa saur og þvag innandyra. „Við greinum hundana með útilokunargreiningu. Heilinn fer að hrörna, boðefni breytast og blóðflæði minnkar jafnvel til heilans,“ segir Hanna. En það er ekki ósvipað því sem gerist þegar menn fá Alzheimer-sjúkdóminn. Á síðustu árum hafa dýralæknar byrjað að gefa hundum með elliglöp Alzheimer-lyfið selegiline en það er almennt notað til að bregðast við Alzheimer í mönnum. Samkvæmt rannsóknum hefur lyfið virkað mjög vel.Hanna segir mikilvægt fyrir hunda sem glíma við sjúkdóminn að þeir fái góða hreyfingu og örvun. Mikilvægt sé að fæðan sé rétt, þannig að þeir fái allt sem til þarf, svo að þeir viðhaldi góðri blóðrás og heilastarfsemin líði engan skort. Ekki liggur fyrir hvort Alzheimer-sjúkdómurinn finnist frekar hjá einhverjum sérstökum hundategundum en öðrum. „Miðað við hvað það eru til margar tegundir hunda og hversu breytilegir þeir eru í stærð og vinnu þá er ekki ólíklegt að þetta liggi frekar í ákveðnum línum,“ segir Hanna. Hanna segir að sjúkdómurinn sé ekki greindur í einni heimsókn heldur að um framsækin einkenni sé að ræða sem aukast á meðan hundinum versnar. Hún telur að sjúkdómurinn láti bera á sér fyrst við tólf til þrettán ára hundum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira