HeForShe berst gegn netníði: Konur á aldrinum 18-24 ára líklegastar til að verða fyrir netníði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 11:15 UN Women á Íslandi hleypir í dag af stokkunum nýrri HeForShe herferð. Markmið herferðarinnar er að að uppræta netníð. Vísir/Skjáskot UN Women á Íslandi hleypir í dag af stokkunum nýrri HeForShe herferð. Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til þess að skrá sig á heforshe.is og skuldbinda sig þar með til að berjast gegn netníð sem og að tileinka sér ábyrga nethegðun, beita hvorki hatursfullri orðræðu né hóta ofbeldi á netinu. Netníð er meðal annars haturosorðræða, hacking, auðkennisþjófnaður, áreiti, og hótanir. Þá er Internetið einnig notað til mansals og kynferðisofbeldis, til að mynda þegar kynferðislegu myndefni er dreift án leyfis. Algengt er að samfélagsmiðlar, og aðrir miðlar sem notaðir eru til netníðs, fríi sig ábyrgð á einhvern hátt. Árið 1995 höfðu aðeins eitt prósent jarðarbúa aðgang að Internetinu. Sú tala er nú um 40 prósent og yfir þrír milljarðar nota netið á hverjum degi. Konur eru 25 prósent ólíklegri til að hafa aðgang á netinu, en eru þó töluvert líklegri til að verða fyrir netníð. Netníð gegn konum og stúlkum er vaxandi vandamál. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2015 er algengara að konur verði fyrir netníð og eru konur á aldrinum 18-24 ára eru sérstaklega líklegar til að verða fyrir netníð. Til að mynda er talið að um 18% kvenna í Evrópusambandslöndum hafi orðið fyrir einhverskonar netníð frá 15 ára aldri, sem eru um það bil 9 milljónir kvenna.Kött Grá Pjé tók saman hatursummæli á netinu og gerði úr þeim ljóð.Vísir/Anton BrinkBurðarefni herferðar UN Women er myndband sem sýnir hvernig kynbundið ofbeldi í garð kvenna og stúlkna viðgengst á internetinu. Tónlistarmaðurinn og skáldið Kött Grá Pjé safnaði saman grófum athugasemdum ungs fólks. Athugasemdirnar koma aðallega frá Kiwi (ASKFM), Instagram og Youtube. „Athugasemdirnar sem blöstu við honum eru grófar og sýna vel það grimma og dulda kynbundna ofbeldi sem fram fer á netinu. Myndbandið varpar ljósi á það rof sem myndast milli samskipta fólks í raunheimum og á Internetinu, líkt og að aðrar samskiptareglur og „netikettur“ viðgangist á netinu,” segir í tilkynningu frá UN Women. Oft er það svo að notendur virðist ekki tengja á milli þess að efni sem sett er á netið verður þar að eilífu, að netið sé raunverulegur heimur sem lúti sömu samskiptalögumálum og raunveruleikinn utan netsins. Því leyfir fólk sér oft að nota hatursfull ummæli, dónaskap og ofbeldi á netinu, sem það myndi alla jafna ekki láta falla í hversdagslegum aðstæðum í raunheimum. Þeirri orðræðu sem sýnd er í myndbandinu er ætlað að ögra og hreyfa við fólki. Öll þau ummæli sem fram koma í myndbandinu eru nú þegar á netinu og öllum aðgengileg. Markmið átaksins er stinga á kýlið, það er ekki gert ef farið er eins og köttur í kringum heitan grautinn. Un Women á Íslandi hvetja alla til að beita sér gegn netníð gegn konum og stelpum, tileinka sér skynsamlegt netsiðferði og skrá sig á www.heforshe.isMyndband HeForShe má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
UN Women á Íslandi hleypir í dag af stokkunum nýrri HeForShe herferð. Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til þess að skrá sig á heforshe.is og skuldbinda sig þar með til að berjast gegn netníð sem og að tileinka sér ábyrga nethegðun, beita hvorki hatursfullri orðræðu né hóta ofbeldi á netinu. Netníð er meðal annars haturosorðræða, hacking, auðkennisþjófnaður, áreiti, og hótanir. Þá er Internetið einnig notað til mansals og kynferðisofbeldis, til að mynda þegar kynferðislegu myndefni er dreift án leyfis. Algengt er að samfélagsmiðlar, og aðrir miðlar sem notaðir eru til netníðs, fríi sig ábyrgð á einhvern hátt. Árið 1995 höfðu aðeins eitt prósent jarðarbúa aðgang að Internetinu. Sú tala er nú um 40 prósent og yfir þrír milljarðar nota netið á hverjum degi. Konur eru 25 prósent ólíklegri til að hafa aðgang á netinu, en eru þó töluvert líklegri til að verða fyrir netníð. Netníð gegn konum og stúlkum er vaxandi vandamál. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2015 er algengara að konur verði fyrir netníð og eru konur á aldrinum 18-24 ára eru sérstaklega líklegar til að verða fyrir netníð. Til að mynda er talið að um 18% kvenna í Evrópusambandslöndum hafi orðið fyrir einhverskonar netníð frá 15 ára aldri, sem eru um það bil 9 milljónir kvenna.Kött Grá Pjé tók saman hatursummæli á netinu og gerði úr þeim ljóð.Vísir/Anton BrinkBurðarefni herferðar UN Women er myndband sem sýnir hvernig kynbundið ofbeldi í garð kvenna og stúlkna viðgengst á internetinu. Tónlistarmaðurinn og skáldið Kött Grá Pjé safnaði saman grófum athugasemdum ungs fólks. Athugasemdirnar koma aðallega frá Kiwi (ASKFM), Instagram og Youtube. „Athugasemdirnar sem blöstu við honum eru grófar og sýna vel það grimma og dulda kynbundna ofbeldi sem fram fer á netinu. Myndbandið varpar ljósi á það rof sem myndast milli samskipta fólks í raunheimum og á Internetinu, líkt og að aðrar samskiptareglur og „netikettur“ viðgangist á netinu,” segir í tilkynningu frá UN Women. Oft er það svo að notendur virðist ekki tengja á milli þess að efni sem sett er á netið verður þar að eilífu, að netið sé raunverulegur heimur sem lúti sömu samskiptalögumálum og raunveruleikinn utan netsins. Því leyfir fólk sér oft að nota hatursfull ummæli, dónaskap og ofbeldi á netinu, sem það myndi alla jafna ekki láta falla í hversdagslegum aðstæðum í raunheimum. Þeirri orðræðu sem sýnd er í myndbandinu er ætlað að ögra og hreyfa við fólki. Öll þau ummæli sem fram koma í myndbandinu eru nú þegar á netinu og öllum aðgengileg. Markmið átaksins er stinga á kýlið, það er ekki gert ef farið er eins og köttur í kringum heitan grautinn. Un Women á Íslandi hvetja alla til að beita sér gegn netníð gegn konum og stelpum, tileinka sér skynsamlegt netsiðferði og skrá sig á www.heforshe.isMyndband HeForShe má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira