Einn leikur fór fram í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikar karla í kvöld þar sem Víkingur tók á móti Selfossi.
Það var hraustlega tekist á og Selfoss leiddi með einu marki í leikhléi, 10-11. Þeir héldu þessu forskoti í síðari hálfleik og lönduðu þriggja marka sigri, 21-24.
Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Selfoss með sex mörk og Einar Sverrisson bætti fimm við. Hergeir Grímsson skoraði fjögur.
Víglundur Jarl Þórsson og Logi Ágústsson voru atkvæðamestir í liði Víkings með fimm mörk hvor. Ægir Hrafn Jónsson skoraði fjögur.
Stefán Karlsson tók myndirnar sem má sjá hér að ofan.
