Martröð í pípunum Fjóla Jóhannesdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegur klósettdagur Sameinuðu þjóðanna sem haldinn er árlega. Í ár er þemað hjá þeim um aðgengi að klósetti á vinnustað, eitthvað sem þykir sjálfsagt í okkar samfélagi. Hér á landi njótum við þeirra forréttinda að hafa vatns- og fráveitukerfi sem eru forsenda heilbrigðis í nútíma borgarsamfélagi. Það er ekki úr vegi að nýta þennan dag til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nútíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sífellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, andlitið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neytendur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en staðreyndin er sú að blautþurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn salernispappír, þrátt fyrir loforð sumra framleiðanda um annað. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlaðar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Á hverjum degi fer gríðarlegt magn af rusli í hreinsistöðvar en áhrif af blautþurrkum í kerfinu okkar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Allt viðhald eykst og dýr búnaður kerfanna skemmist fyrr en ella. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað og minnkað umhverfisáhrif töluvert. Gleymið ekki að allt það sem fer í klósettin endar í fráveitukerfinu sem eingöngu er ætlað fyrir líkamlegan úrgang og salernispappír. En hvað er það helst sem stíflar fráveitukerfið fyrir utan blautklútana? Fita er mikill skaðvaldur, ekki síst þegar hún binst klútunum í rörunum og myndar þar vafninga sem hindra rennsli og mynda stíflur. Steikingarfeiti, sósur, smjör og annað slíkt á ekki að fara í vaskinn, heldur skal láta það harðna og henda svo í ruslið. Fljótandi olíu má safna í ílát sem svo er hent með heimilissorpi. Tannþráður á undantekningalaust að fara í rusl sem og bómullarvörur eins og dömubindi, tíðatappar og eyrnapinnar. Hið sama gildir um verjur. Það kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælur en nokkuð ljóst er að slíkir hlutir lenda í kerfinu fyrir slysni. Fyrir nokkrum árum fundu starfsmenn í hreinsistöðinni í Klettagörðum gullfisk sem hafði lifað af svaðilför í gegnum holræsakerfið. Hann fékk nafnið Undri og dvelur nú í góðu yfirlæti í rúmgóðu fiskabúri í stöðinni. Sameiginlega og hvert í sínu lagi erum við að stíga mörg framfaraskref í umhverfismálum. Við getum gert talsvert betur í umgengni okkar við klósettin heima hjá okkur.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun