Ferðamannastaðafrumvarp mismunar og flækir málin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Vaxandi ágangur ferðamanna veldur oft vanda, ekki síst þar sem þeir sem hunsa aðvaranir og setja sig í hættu eins og við Gullfoss. vísir/gva "Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
"Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira