Ferðamannastaðafrumvarp mismunar og flækir málin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Vaxandi ágangur ferðamanna veldur oft vanda, ekki síst þar sem þeir sem hunsa aðvaranir og setja sig í hættu eins og við Gullfoss. vísir/gva "Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
"Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira