Hefur áhyggjur af misneytingu á vinnumarkaði eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands vísir/vilhelm „Það er algerlega fáránlegt ef það er svo að það er verið að selja hér aðgang að vinnumarkaðnum. Fólk sem kemur hingað að vinna í óvissu og þekkir ekki til er í sérstaklega viðkvæmri stöðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um fimm einstaklinga sem hafa kært ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun vegna starfa þeirra í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Þessir fimm einstaklingar halda því fram að þeir hafi þurft að greiða fé til starfsmanns í fiskvinnslunni til þess að fá vinnu þar og fara fram á að ákvörðun lögreglustjóra verði felld niður. Málið var í rannsókn lögreglu í rúm tvö ár áður en henni var hætt. Meðal gagna í málinu var bréf þar sem eru birt nöfn Pólverja sem sagðir eru hafa greitt vaktstjóra í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs eitt þúsund evrur. Ríkissaksóknari hefur þrjá mánuði til að ákvarða í málinu og mun fara fram á rökstuðning frá lögreglustjóra Vestfjarða. Gylfi segir lög um vinnumiðlun hér á landi skýr. „Ég tel það óheimilt að starfsfólk greiði fyrir aðgang að vinnumarkaði. Það er ekkert að því að fyrirtæki nýti sér starfsemi starfsmannaleiga og ráðningarfyrirtækja en þar þarf fólk ekki að greiða nokkuð. Svona greiðslur eru þekktur fylgikvilli mansals og illrar meðferðar á starfsfólki. Við fórum í átak á árunum 2004-2007 með auknum fjölda erlendra starfsmanna á vinnumarkaði. Síðan varð hér hrun og minni þátttaka á vinnumarkaði. Nú þegar við erum að komast úr hruninu magnast upp sem aldrei fyrr misneyting á starfsfólki á Íslandi,“ segir Gylfi og segir fulla þörf á því samstarfsátaki sem ASÍ hefur efnt til í samstarfi við aðildarsamtök sín gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Það er algerlega fáránlegt ef það er svo að það er verið að selja hér aðgang að vinnumarkaðnum. Fólk sem kemur hingað að vinna í óvissu og þekkir ekki til er í sérstaklega viðkvæmri stöðu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um fimm einstaklinga sem hafa kært ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun vegna starfa þeirra í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Þessir fimm einstaklingar halda því fram að þeir hafi þurft að greiða fé til starfsmanns í fiskvinnslunni til þess að fá vinnu þar og fara fram á að ákvörðun lögreglustjóra verði felld niður. Málið var í rannsókn lögreglu í rúm tvö ár áður en henni var hætt. Meðal gagna í málinu var bréf þar sem eru birt nöfn Pólverja sem sagðir eru hafa greitt vaktstjóra í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs eitt þúsund evrur. Ríkissaksóknari hefur þrjá mánuði til að ákvarða í málinu og mun fara fram á rökstuðning frá lögreglustjóra Vestfjarða. Gylfi segir lög um vinnumiðlun hér á landi skýr. „Ég tel það óheimilt að starfsfólk greiði fyrir aðgang að vinnumarkaði. Það er ekkert að því að fyrirtæki nýti sér starfsemi starfsmannaleiga og ráðningarfyrirtækja en þar þarf fólk ekki að greiða nokkuð. Svona greiðslur eru þekktur fylgikvilli mansals og illrar meðferðar á starfsfólki. Við fórum í átak á árunum 2004-2007 með auknum fjölda erlendra starfsmanna á vinnumarkaði. Síðan varð hér hrun og minni þátttaka á vinnumarkaði. Nú þegar við erum að komast úr hruninu magnast upp sem aldrei fyrr misneyting á starfsfólki á Íslandi,“ segir Gylfi og segir fulla þörf á því samstarfsátaki sem ASÍ hefur efnt til í samstarfi við aðildarsamtök sín gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira