Fjórðungur kvenna í þjónustustörfum orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu yfirmanns sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2016 15:04 Drífa Snæfal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. vísir/brjánn jónasson Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga. Um fjórðungur kvenna sem tók þátt í rannsókn á vegum Starfsgreinasambandsins sagði gerandann hafa verið yfirmann. Enginn karlmaður sagðist hafa orðið fyrir áreiti af hendi yfirmanns. Þetta er á meðal þess sem fram kom í erindi Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, á Grand hóteli í dag. Drífa vísaði í skýrslu Steinunnar Rögnvaldsdóttur kynjafræðings sem hún vann fyrir SGS og RIKK. Hún sagði þjóna þá sem helst verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, hvort sem um hafi verið að ræða áreiti af hálfu yfirmanns, samstarfsfélaga eða kúnna. „Það eru sterkar vísbendingar um að áreitni sé meiri í þjónustugreinum en annars staðar. Það eru ákveðnir þættir í umhverfinu sem býr til áreiti. Það er mikil vinna á óreglulegum tímum þannig að mörkin á milli vinnunnar og félagslífsins verða kannski svolítið óljós, lítið starfsöryggi og fjárhagsleg valdastaða, það er ef þú ert háður yfirmanni þínum um hvort þú færð vinnu eða ekki,“ sagði hún. Þá séu jafnvel dæmi um að starfsfólk sé hvatt til að daðra við viðskiptavini til þess að fá þá til þess að kaupa meira. Um 45 prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókninni sögðu kynferðislega áreitni hafa mjög mikil eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína. Hins vegar sagði enginn karlmaður að kynferðisleg áreitni hefði áhrif á öryggistilfinninguna. Drífa sagðist tengja þessar niðurstöður við valdbundið áreiti, því konur verði frekar fyrir áreiti af hálfu yfirmanns eða samstarfsmanns, en karlar frekar af hálfu viðskiptavina. „Það er rosalegur munur á því hvort þú verðir fyrir áreiti af hálfu yfirmanns, samstarfsfélaga eða kúnna. Kúnnarnir fara eftir kvöldið og sofa úr sér en yfirmenn og samstarfsfélagar eru áfram á vinnustaðnum,“ sagði hún, en í sextíu prósent tilvika var áreitnin af hálfu viðskiptavina. Drífa sagði jafnframt að samkvæmt rannsóknum ITUC, Alþjóðasamfélags verkalýðsfélaga, hafi um helmingur kvenna á vinnumarkaði í þróuðum löndum orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Samkvæmt sömu niðurstöðum sé meira um kynferðislega áreitni í Skandinavíu en í Suður-Evrópu. Tengdar fréttir Þolendur eiga erfitt með að stíga fram Fátítt er að fólk sem hefur orðið fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ræði það opinberlega. Um helmingur kvenna á vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna en karla og þeim þykir það hafa meiri áhrif að vera áreitt af yfirmanni en vinnufélaga. Um fjórðungur kvenna sem tók þátt í rannsókn á vegum Starfsgreinasambandsins sagði gerandann hafa verið yfirmann. Enginn karlmaður sagðist hafa orðið fyrir áreiti af hendi yfirmanns. Þetta er á meðal þess sem fram kom í erindi Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, á fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, á Grand hóteli í dag. Drífa vísaði í skýrslu Steinunnar Rögnvaldsdóttur kynjafræðings sem hún vann fyrir SGS og RIKK. Hún sagði þjóna þá sem helst verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, hvort sem um hafi verið að ræða áreiti af hálfu yfirmanns, samstarfsfélaga eða kúnna. „Það eru sterkar vísbendingar um að áreitni sé meiri í þjónustugreinum en annars staðar. Það eru ákveðnir þættir í umhverfinu sem býr til áreiti. Það er mikil vinna á óreglulegum tímum þannig að mörkin á milli vinnunnar og félagslífsins verða kannski svolítið óljós, lítið starfsöryggi og fjárhagsleg valdastaða, það er ef þú ert háður yfirmanni þínum um hvort þú færð vinnu eða ekki,“ sagði hún. Þá séu jafnvel dæmi um að starfsfólk sé hvatt til að daðra við viðskiptavini til þess að fá þá til þess að kaupa meira. Um 45 prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókninni sögðu kynferðislega áreitni hafa mjög mikil eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína. Hins vegar sagði enginn karlmaður að kynferðisleg áreitni hefði áhrif á öryggistilfinninguna. Drífa sagðist tengja þessar niðurstöður við valdbundið áreiti, því konur verði frekar fyrir áreiti af hálfu yfirmanns eða samstarfsmanns, en karlar frekar af hálfu viðskiptavina. „Það er rosalegur munur á því hvort þú verðir fyrir áreiti af hálfu yfirmanns, samstarfsfélaga eða kúnna. Kúnnarnir fara eftir kvöldið og sofa úr sér en yfirmenn og samstarfsfélagar eru áfram á vinnustaðnum,“ sagði hún, en í sextíu prósent tilvika var áreitnin af hálfu viðskiptavina. Drífa sagði jafnframt að samkvæmt rannsóknum ITUC, Alþjóðasamfélags verkalýðsfélaga, hafi um helmingur kvenna á vinnumarkaði í þróuðum löndum orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Samkvæmt sömu niðurstöðum sé meira um kynferðislega áreitni í Skandinavíu en í Suður-Evrópu.
Tengdar fréttir Þolendur eiga erfitt með að stíga fram Fátítt er að fólk sem hefur orðið fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ræði það opinberlega. Um helmingur kvenna á vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þolendur eiga erfitt með að stíga fram Fátítt er að fólk sem hefur orðið fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ræði það opinberlega. Um helmingur kvenna á vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. 4. mars 2016 07:00