Innlent

Hætta talin á ruglingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur.
Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur.
Árna Stefáni Árnasyni lögfræðingi hefur verið bannað að nota lénið dyraverndarinn.is. Hann má heldur ekki nota orðmerkið né heldur myndmerkið Dýraverndarinn, samkvæmt úrskurði Neytendastofu.

Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á umræddu léni og myndmerki. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árna Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.

Neytendastofa taldi að þar sem báðir aðilar máls láti sig dýravernd varða og haldi úti vefsvæði sem miði að dýravernd þá valdi notkun Árna Stefáns ruglingshættu milli aðila og féllst á kröfuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×