Innlent

Borgin bregst við fleiri ferðamönnum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Verið er að bregðast við fjölda ferðamanna í miðborginni og uppbyggingu tengdri ferðamennsku með nýju framtíðarfyrirkomulagi. Fréttablaðið/Pjetur
Verið er að bregðast við fjölda ferðamanna í miðborginni og uppbyggingu tengdri ferðamennsku með nýju framtíðarfyrirkomulagi. Fréttablaðið/Pjetur
Stýrihópur um framtíðarfyrirkomulag í málefnum miðborgarinnar hefur sent frá sér tillögur sem lesa má um á heimasíðu borgarinnar.

Tillögurnar eru gerðar til að bregðast við breytingum á miðborginni í þeim mikla uppgangi og uppbyggingu sem þar hefur verið síðustu misseri og ekki virðist lát á.

Þar sem aukning ferðaþjónustu hefur orðið mun meiri en gert var ráð fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er nú unnið að breytingartillögum á miðborgarkafla aðalskipulagsins, einnig er stefnt að gerð hverfisskipulags í miðborginni og þá er talið mikilvægt að fjölga tekjustofnum borgarinnar vegna aukins ferðamannastraums, til dæmis með gistináttagjaldi.

Borgarar eru hvattir til að kynna sér drög skýrslu stýrihópsins og senda inn ábendingar og athugasemdir fyrir 10. ágúst.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×