Landsnet: Stjórnendur í friðhelgi sérhagsmuna Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur. Árið 2012 kynnti nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/greengrids) Landsneti nýja mastursgerð sem byggir á nýrri hugmyndafræði um hönnun og þróun raforkuflutningskerfa (sjá mynd). Þetta er afrakstur Rannís-verkefnis sem fjármagnað var með íslensku skattfé. Fjöldi annarra íslenskra og erlendra aðila hefur fjárfest tíma og fjármuni í verkefni Línudans. Nýja mastursgerðin var kynnt nokkrum starfsmönnum Landsnets, þar á meðal þáverandi forstjóra, Þórði Guðmundssyni. Einnig fóru fram kynningar í ýmsum miðlum. Á haustdögum 2015 kynnti núverandi forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, „nýja kynslóð háspennumastra“ í tímaritinu Sóknarfæri (sjá mynd). Svo vill til að þessi möstur hafa sömu ásýnd og Línudans-möstrin sem kynnt höfðu verið ríkisfyrirtækinu þremur árum fyrr. Fram að þessu hafa möstur Landsnets haft allt aðra ásýnd en eiga nú skyndilega að taka á sig sömu mynd – án samráðs við Línudans. Einnig vill svo merkilega til að Landsnet kaupir ráðgjöf um þessa svokölluðu nýju kynslóð háspennumastra af nýjum vinnuveitanda Þórðar Guðmundssonar – fyrrum forstjóra Landsnets. Enn önnur „tilviljun“ lýsir sér í því að hin nýja mastursgerð Þórðar Guðmundssonar og félaga hefur fengið fastan stað í nýrri áætlun um flutningskerfi framtíðarinnar. Þannig er notkun í miklu magni nánast gulltryggð, sem ætti nú ekki að rýra gildi samninganna sem Þórður og félagar hafa gert við Landsnet. Hér kunna menn aldeilis til verka, enda bara rétt rúmt ár síðan Þórður Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Landsnets. Ennfremur er það ótrúleg tilviljun að Landsnets-mastursgerðin nýja – sem er eins og Línudans-mastursgerðin sem kynnt var Þórði Guðmundssyni þá sem forstjóra Landsnets – fær skírskotun í dansþema og heitir Ballerína. Línudans og Ballerína. Þetta hlýtur að vera merki um einstaklega frjótt ímyndunarafl hinna útvöldu ráðgjafa Landsnets, svona burtséð frá augljósum sameiginlegum útlitseinkennum. Hann er aldeilis „heppinn“ hann Þórður Guðmundsson að fá svona fína samninga hjá Landsneti, í gegnum fyrirtæki félaga síns. Og það bara örstuttu eftir að hann hættir sem forstjóri Landsnets. Það hefur vafalaust ekki skaðað að núverandi forstjóri, Guðmundur Ingi Ásmundsson, var aðstoðarforstjóri í tíð Þórðar Guðmundssonar sem forstjóra. Hver þarf á samkeppni að halda þegar „góð tengslanet“ eru annars vegar? Allt eru þetta hreint makalausar tilviljanir auðvitað, við hljótum öll að sjá það? Og ekki allt upptalið enn, því tímasetning samninganna svona rétt við upphaf stærstu fjárfestingarhrinu Íslandssögunnar á þessu sviði hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga; 100 milljarða uppbygging nýrra raforkuflutningskerfa á Íslandi. Gera má ráð fyrir að Þórður Guðmundsson hafi nú haft sitt að segja við innleiðingu þessarar risafjárfestingar ríkisfyrirtækisins sem forstjóri þess, hann er jú bara nýhættur sem slíkur. Og svo eins og fyrir kraftaverk er hann bara hinum megin við borðið að taka við verkefnum frá fyrrum aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Inga Ásmundssyni – varðandi sömu risafjárfestingu. Aldeilis heppnir þeir félagar. Er ríkisábyrgð á nýju 100 milljarða kökunni sem þessir kappar eru búnir að malla saman? Án þess að sagt sé að þetta sé drullumall.Án útboðs og samkeppni Við hin erum ekki eins „heppin“ og Þórður og vinir hans. En þrátt fyrir alla „heppnina“ setja þessir menn í krafti stöðu sinnar markvisst öðrum stólinn fyrir dyrnar – undir verndarvæng ráðherra nýsköpunar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Við í Línudansi höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar allt frá árinu 2009 – vegna andstöðu Þórðar Guðmundssonar í tíð hans sem forstjóra. Jú, mikið rétt, enn ein tilviljunin. Hvað eru þetta þá orðnar margar tilviljanir? Undirstrikað skal hér að Landsnet er eini kaupandi vörunnar sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans hefur varið átta árum í að þróa. Viðbrögð ráðherra nýsköpunar við þessari 100 milljarða fjárfestingu; fullkomið skilningsleysi. Frá upphafi hefur Línudans komið að lokuðum dyrum hjá Landsneti. Tilviljun? Kannski ekki, eftir allt saman. Enda eru Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, og vinur hans og nú vinnuveitandi, Árni Björn Jónasson, í dag í hópi „hinna útvöldu“; þeir völdu sig sjálfir til þess hlutverks að færa Íslendingum „nýja kynslóð háspennumastra“. Án útboðs og án samkeppni. Og með því að traðka á öðrum í leiðinni. Ef þetta er ekki röð tilviljana, hvað er þetta þá? Bara „venjuleg spilling“? Eða verulega útpæld og skipulögð spilling á sérsviði sem hefur miklar og víðtækar afleiðingar fyrir umhverfi og efnahag Íslands? Getum við hin ekki líka valið okkur sjálf til stórverkefna og fengið vel greitt fyrir, óháð því hvort um sé að ræða góðar eða vondar tæknilegar lausnir? Hvernig skilgreinir maður aftur spillingu? Ég veit það ekki lengur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Magnús Rannver Rafnsson verkfræðingur. Árið 2012 kynnti nýsköpunarfyrirtækið Línudans ehf. (www.facebook.com/greengrids) Landsneti nýja mastursgerð sem byggir á nýrri hugmyndafræði um hönnun og þróun raforkuflutningskerfa (sjá mynd). Þetta er afrakstur Rannís-verkefnis sem fjármagnað var með íslensku skattfé. Fjöldi annarra íslenskra og erlendra aðila hefur fjárfest tíma og fjármuni í verkefni Línudans. Nýja mastursgerðin var kynnt nokkrum starfsmönnum Landsnets, þar á meðal þáverandi forstjóra, Þórði Guðmundssyni. Einnig fóru fram kynningar í ýmsum miðlum. Á haustdögum 2015 kynnti núverandi forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, „nýja kynslóð háspennumastra“ í tímaritinu Sóknarfæri (sjá mynd). Svo vill til að þessi möstur hafa sömu ásýnd og Línudans-möstrin sem kynnt höfðu verið ríkisfyrirtækinu þremur árum fyrr. Fram að þessu hafa möstur Landsnets haft allt aðra ásýnd en eiga nú skyndilega að taka á sig sömu mynd – án samráðs við Línudans. Einnig vill svo merkilega til að Landsnet kaupir ráðgjöf um þessa svokölluðu nýju kynslóð háspennumastra af nýjum vinnuveitanda Þórðar Guðmundssonar – fyrrum forstjóra Landsnets. Enn önnur „tilviljun“ lýsir sér í því að hin nýja mastursgerð Þórðar Guðmundssonar og félaga hefur fengið fastan stað í nýrri áætlun um flutningskerfi framtíðarinnar. Þannig er notkun í miklu magni nánast gulltryggð, sem ætti nú ekki að rýra gildi samninganna sem Þórður og félagar hafa gert við Landsnet. Hér kunna menn aldeilis til verka, enda bara rétt rúmt ár síðan Þórður Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri Landsnets. Ennfremur er það ótrúleg tilviljun að Landsnets-mastursgerðin nýja – sem er eins og Línudans-mastursgerðin sem kynnt var Þórði Guðmundssyni þá sem forstjóra Landsnets – fær skírskotun í dansþema og heitir Ballerína. Línudans og Ballerína. Þetta hlýtur að vera merki um einstaklega frjótt ímyndunarafl hinna útvöldu ráðgjafa Landsnets, svona burtséð frá augljósum sameiginlegum útlitseinkennum. Hann er aldeilis „heppinn“ hann Þórður Guðmundsson að fá svona fína samninga hjá Landsneti, í gegnum fyrirtæki félaga síns. Og það bara örstuttu eftir að hann hættir sem forstjóri Landsnets. Það hefur vafalaust ekki skaðað að núverandi forstjóri, Guðmundur Ingi Ásmundsson, var aðstoðarforstjóri í tíð Þórðar Guðmundssonar sem forstjóra. Hver þarf á samkeppni að halda þegar „góð tengslanet“ eru annars vegar? Allt eru þetta hreint makalausar tilviljanir auðvitað, við hljótum öll að sjá það? Og ekki allt upptalið enn, því tímasetning samninganna svona rétt við upphaf stærstu fjárfestingarhrinu Íslandssögunnar á þessu sviði hefði ekki getað verið betri fyrir þá félaga; 100 milljarða uppbygging nýrra raforkuflutningskerfa á Íslandi. Gera má ráð fyrir að Þórður Guðmundsson hafi nú haft sitt að segja við innleiðingu þessarar risafjárfestingar ríkisfyrirtækisins sem forstjóri þess, hann er jú bara nýhættur sem slíkur. Og svo eins og fyrir kraftaverk er hann bara hinum megin við borðið að taka við verkefnum frá fyrrum aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Inga Ásmundssyni – varðandi sömu risafjárfestingu. Aldeilis heppnir þeir félagar. Er ríkisábyrgð á nýju 100 milljarða kökunni sem þessir kappar eru búnir að malla saman? Án þess að sagt sé að þetta sé drullumall.Án útboðs og samkeppni Við hin erum ekki eins „heppin“ og Þórður og vinir hans. En þrátt fyrir alla „heppnina“ setja þessir menn í krafti stöðu sinnar markvisst öðrum stólinn fyrir dyrnar – undir verndarvæng ráðherra nýsköpunar, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Við í Línudansi höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar allt frá árinu 2009 – vegna andstöðu Þórðar Guðmundssonar í tíð hans sem forstjóra. Jú, mikið rétt, enn ein tilviljunin. Hvað eru þetta þá orðnar margar tilviljanir? Undirstrikað skal hér að Landsnet er eini kaupandi vörunnar sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið Línudans hefur varið átta árum í að þróa. Viðbrögð ráðherra nýsköpunar við þessari 100 milljarða fjárfestingu; fullkomið skilningsleysi. Frá upphafi hefur Línudans komið að lokuðum dyrum hjá Landsneti. Tilviljun? Kannski ekki, eftir allt saman. Enda eru Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, og vinur hans og nú vinnuveitandi, Árni Björn Jónasson, í dag í hópi „hinna útvöldu“; þeir völdu sig sjálfir til þess hlutverks að færa Íslendingum „nýja kynslóð háspennumastra“. Án útboðs og án samkeppni. Og með því að traðka á öðrum í leiðinni. Ef þetta er ekki röð tilviljana, hvað er þetta þá? Bara „venjuleg spilling“? Eða verulega útpæld og skipulögð spilling á sérsviði sem hefur miklar og víðtækar afleiðingar fyrir umhverfi og efnahag Íslands? Getum við hin ekki líka valið okkur sjálf til stórverkefna og fengið vel greitt fyrir, óháð því hvort um sé að ræða góðar eða vondar tæknilegar lausnir? Hvernig skilgreinir maður aftur spillingu? Ég veit það ekki lengur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar