Takmörkun tjáningar til verndar lýðræði í samfélaginu Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Tjáningarfrelsið er ein af mikilvægustu stoðum hvers lýðræðissamfélags og skulu einstaklingar almennt vera frjálsir til að tjá skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Í umræðum undanfarinna missera hefur sú röksemdafærsla verið áberandi að takmörkun á opinberri tjáningu fordóma feli í sér ólögmæta þöggunartilburði. Þessa hefur t.a.m. orðið vart í umræðum á samfélagsmiðlum um flóttafólk, fjölbreytni samfélaga, innflytjendur, múslima o.s.frv. Einstaklingar sem halda uppi slíkum málflutningi benda oftar en ekki á stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að hafa skoðanir og tjá þær. Vissulega er það svo að í 73. grein stjórnarskrár Íslands kemur fram að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ákvæðið heldur áfram og segir þar jafnframt: „en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi“. Í framhaldinu greinir frá því að tjáningarfrelsinu megi setja skorður með lögum „í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Sé til viðbótar litið til greinar 233a í almennum hegningarlögum þá greinir þar frá því að: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Í þessu samhengi má geta þess að grein 233a kom inn í almenn hegningarlög hérlendis eftir að Ísland varð aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis árið 1973. Bann ákvæðisins við tiltekinni tjáningu grundvallast þar af leiðandi á því að kynþáttafordómar eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi. Það er því ljóst að bæði samkvæmt stjórnarskrá Íslands og almennum hegningarlögum er heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður til að vernda mikilvæg réttindi annarra. Frelsi eins til að tjá sig er, samkvæmt því sem þar kemur fram, ekki hafið yfir rétt minnihlutahópa til að þurfa ekki að þola hatursfulla tjáningu. Hér eru skorður á tjáningarfrelsinu settar til að vernda hagsmuni tiltekinna einstaklinga og gengið er út frá því að ákveðin tjáning, eins og tjáning fordóma, brjóti gegn réttindum þeirra.Hluti af grunnstoðum lýðræðis Réttur einstaklinga til að þurfa ekki að umbera fordómafulla tjáningu er hluti af grunnstoðum lýðræðis. Fái sá réttur að standa óáreittur þá eykur það líkurnar á frjálsri aðkomu allra þjóðfélagsþegna að samfélaginu. Um leið spornar það gegn jaðarsetningu og þöggun minnihlutahópa. Þá er jafnframt talið að takmörkun á tjáningu fordóma í garð minnihlutahópa sporni gegn ofbeldi gagnvart þeim einstaklingum og hópum sem gjarnan verða fyrir slíkum fordómum. Takmörkun tjáningar fordóma er þannig bæði beitt til að vernda réttindi einstaklinga en ekki síður til að vernda almannahagsmuni þar sem að tjáning fordóma grefur undan samstöðu í samfélaginu. Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa (ODIHR) Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að lögreglan sinni hatursglæpum. Afstaða stofnunarinnar er sú að einmitt í lýðræðislegum tilgangi sé mikilvægt að sporna gegn hatursfullri tjáningu. Það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir jaðarsetningu fólks, samfélagslega ósamstöðu og ofbeldisbrot. Vísað er til alvarlegra sálfræðilegra afleiðinga af hatursglæpum og eru sumir fræðimenn jafnvel farnir að tala um hatursglæpi í því tilliti sem heilsufarslegt vandamál. Evrópunefnd gegn kynþáttamismunun og umburðarleysi (ECRI) hefur sömuleiðis lagt áherslu á að lögreglan hafi jákvæðar skyldur til að hlúa að fjölbreytni samfélagsins, t.d. með því að taka á ofbeldi og tjáningu sem á rót sína að rekja til fordóma. Reyndin er sú að alls staðar á meginlandi Evrópu er lögreglan að leggja áherslu á að sporna gegn hatursglæpum og hatursfullri tjáningu og undirstrikar jafnframt að hatursáróður í garð minnihlutahópa nýtur ekki tjáningarfrelsisverndar mannréttindasáttmála Evrópu. Lögreglu ber að vinna gegn hatursáróðri í því skyni að vernda jafnt einstaklings- og almannahagsmuni. Þá fyrst og fremst með því að horfa til réttinda einstaklinga, sem tilheyra minnihlutahópum, til að þurfa ekki að þola hatursfulla tjáningu, sem beinist gegn þjóðerni þeirra, litarhætti, kynþætti, trúarbrögðum, kynhneigð og/eða kynvitund. Það er einfaldlega lagaleg skylda lögreglu og ákæruvalds samkvæmt grein 233a almennra hegningarlaga að bregðast við opinberri tjáningu af þeim toga. Þá með rannsókn og jafnvel saksókn, en að endingu er það í hvívetna hlutverk dómstóla að skera úr um lögmæti tjáningar sem sakamál kann að fjalla um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er ein af mikilvægustu stoðum hvers lýðræðissamfélags og skulu einstaklingar almennt vera frjálsir til að tjá skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Í umræðum undanfarinna missera hefur sú röksemdafærsla verið áberandi að takmörkun á opinberri tjáningu fordóma feli í sér ólögmæta þöggunartilburði. Þessa hefur t.a.m. orðið vart í umræðum á samfélagsmiðlum um flóttafólk, fjölbreytni samfélaga, innflytjendur, múslima o.s.frv. Einstaklingar sem halda uppi slíkum málflutningi benda oftar en ekki á stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að hafa skoðanir og tjá þær. Vissulega er það svo að í 73. grein stjórnarskrár Íslands kemur fram að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ákvæðið heldur áfram og segir þar jafnframt: „en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi“. Í framhaldinu greinir frá því að tjáningarfrelsinu megi setja skorður með lögum „í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Sé til viðbótar litið til greinar 233a í almennum hegningarlögum þá greinir þar frá því að: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Í þessu samhengi má geta þess að grein 233a kom inn í almenn hegningarlög hérlendis eftir að Ísland varð aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis árið 1973. Bann ákvæðisins við tiltekinni tjáningu grundvallast þar af leiðandi á því að kynþáttafordómar eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi. Það er því ljóst að bæði samkvæmt stjórnarskrá Íslands og almennum hegningarlögum er heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður til að vernda mikilvæg réttindi annarra. Frelsi eins til að tjá sig er, samkvæmt því sem þar kemur fram, ekki hafið yfir rétt minnihlutahópa til að þurfa ekki að þola hatursfulla tjáningu. Hér eru skorður á tjáningarfrelsinu settar til að vernda hagsmuni tiltekinna einstaklinga og gengið er út frá því að ákveðin tjáning, eins og tjáning fordóma, brjóti gegn réttindum þeirra.Hluti af grunnstoðum lýðræðis Réttur einstaklinga til að þurfa ekki að umbera fordómafulla tjáningu er hluti af grunnstoðum lýðræðis. Fái sá réttur að standa óáreittur þá eykur það líkurnar á frjálsri aðkomu allra þjóðfélagsþegna að samfélaginu. Um leið spornar það gegn jaðarsetningu og þöggun minnihlutahópa. Þá er jafnframt talið að takmörkun á tjáningu fordóma í garð minnihlutahópa sporni gegn ofbeldi gagnvart þeim einstaklingum og hópum sem gjarnan verða fyrir slíkum fordómum. Takmörkun tjáningar fordóma er þannig bæði beitt til að vernda réttindi einstaklinga en ekki síður til að vernda almannahagsmuni þar sem að tjáning fordóma grefur undan samstöðu í samfélaginu. Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa (ODIHR) Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að lögreglan sinni hatursglæpum. Afstaða stofnunarinnar er sú að einmitt í lýðræðislegum tilgangi sé mikilvægt að sporna gegn hatursfullri tjáningu. Það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir jaðarsetningu fólks, samfélagslega ósamstöðu og ofbeldisbrot. Vísað er til alvarlegra sálfræðilegra afleiðinga af hatursglæpum og eru sumir fræðimenn jafnvel farnir að tala um hatursglæpi í því tilliti sem heilsufarslegt vandamál. Evrópunefnd gegn kynþáttamismunun og umburðarleysi (ECRI) hefur sömuleiðis lagt áherslu á að lögreglan hafi jákvæðar skyldur til að hlúa að fjölbreytni samfélagsins, t.d. með því að taka á ofbeldi og tjáningu sem á rót sína að rekja til fordóma. Reyndin er sú að alls staðar á meginlandi Evrópu er lögreglan að leggja áherslu á að sporna gegn hatursglæpum og hatursfullri tjáningu og undirstrikar jafnframt að hatursáróður í garð minnihlutahópa nýtur ekki tjáningarfrelsisverndar mannréttindasáttmála Evrópu. Lögreglu ber að vinna gegn hatursáróðri í því skyni að vernda jafnt einstaklings- og almannahagsmuni. Þá fyrst og fremst með því að horfa til réttinda einstaklinga, sem tilheyra minnihlutahópum, til að þurfa ekki að þola hatursfulla tjáningu, sem beinist gegn þjóðerni þeirra, litarhætti, kynþætti, trúarbrögðum, kynhneigð og/eða kynvitund. Það er einfaldlega lagaleg skylda lögreglu og ákæruvalds samkvæmt grein 233a almennra hegningarlaga að bregðast við opinberri tjáningu af þeim toga. Þá með rannsókn og jafnvel saksókn, en að endingu er það í hvívetna hlutverk dómstóla að skera úr um lögmæti tjáningar sem sakamál kann að fjalla um.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun