Kraftaverkalyf sem ekki má ofnota Birta Björnsdóttir skrifar 20. maí 2016 19:30 Ný skýrsla um sýklalyfjaónæmi í heiminum og framtíðarspá í þeim efnum hefur vakið mikla athygli. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að verði ekkert að gert fjölgi þeim sem deyja á ári hverju í heiminum sökum ónæmis fyrir sýklalyfjum úr 700.000 í 10 milljónir árið 2050. Það jafngildir dauðsfalli á þriggja sekúntna fresti allt árið. „Það sem er auðvitað mjög ógnvekjandi við þessa skýrslu eru þær tölur sem þarna koma fram," segir prófessor Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans „Niðurstöðurnar koma ekki á óvart því við erum búin að vara við sýklalyfjaónæmi í áratugi og þá helst læknar, vísindamenn og heilbrigðisyfirvöld. Það sem er nýtt er að þessi skýrsla er sett á laggirnar af forsætisráðherrra Breta, David Cameron, árið 2014 og fyrir vinnunni fer hagfræðingur og hann hefur til liðs við sig endurskoðunarfyrirtæki svo hún er meira talnaleg en fyrri samantektir um málið," segir Karl. „Þetta er afar sláandi, og þessvegna mælumst við eindregið til þess að í gang fari alheims herferð til að vekja máls á þessu. Það er aðeins lítill hluti jarðarbúa sem gerir sér grein fyrir að það sé til nokkuð sem nefnist sýklalyfjaónæmi,“ sagði Jim O´Neill, hagfræðingur og einn höfunda skýrslunnar. Karl segir vinnu þegar hafna hér á landi til að reyna að stemma stigu við óhóflegri notkun sýklalyfja. Væntanlegum starfshópi sé til að mynda ætlað að koma á bættri notkun á sýklalyfjum innan heilsugæslunnar. „Við höfum vonandi einhvern tíma til stefnu en það er mikilvægt að bregðast við strax eins og við höfum margsinnis sagt,“ segir hann. „Sýklalyf voru kölluð kraftaverkalyf á sínum tíma vegna þess að þau læknuðu sýkingar sem voru og eru lífshættulegar ef þær eru ekki meðhöndlaðar. Við viljum halda í þessi lyf og nota þau þegar þeirra er virkilega þörf. Vandinn er hinsvegar sá að við erum að nota þau allt of oft þegar þeirra er ekki þörf." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Ný skýrsla um sýklalyfjaónæmi í heiminum og framtíðarspá í þeim efnum hefur vakið mikla athygli. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að verði ekkert að gert fjölgi þeim sem deyja á ári hverju í heiminum sökum ónæmis fyrir sýklalyfjum úr 700.000 í 10 milljónir árið 2050. Það jafngildir dauðsfalli á þriggja sekúntna fresti allt árið. „Það sem er auðvitað mjög ógnvekjandi við þessa skýrslu eru þær tölur sem þarna koma fram," segir prófessor Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans „Niðurstöðurnar koma ekki á óvart því við erum búin að vara við sýklalyfjaónæmi í áratugi og þá helst læknar, vísindamenn og heilbrigðisyfirvöld. Það sem er nýtt er að þessi skýrsla er sett á laggirnar af forsætisráðherrra Breta, David Cameron, árið 2014 og fyrir vinnunni fer hagfræðingur og hann hefur til liðs við sig endurskoðunarfyrirtæki svo hún er meira talnaleg en fyrri samantektir um málið," segir Karl. „Þetta er afar sláandi, og þessvegna mælumst við eindregið til þess að í gang fari alheims herferð til að vekja máls á þessu. Það er aðeins lítill hluti jarðarbúa sem gerir sér grein fyrir að það sé til nokkuð sem nefnist sýklalyfjaónæmi,“ sagði Jim O´Neill, hagfræðingur og einn höfunda skýrslunnar. Karl segir vinnu þegar hafna hér á landi til að reyna að stemma stigu við óhóflegri notkun sýklalyfja. Væntanlegum starfshópi sé til að mynda ætlað að koma á bættri notkun á sýklalyfjum innan heilsugæslunnar. „Við höfum vonandi einhvern tíma til stefnu en það er mikilvægt að bregðast við strax eins og við höfum margsinnis sagt,“ segir hann. „Sýklalyf voru kölluð kraftaverkalyf á sínum tíma vegna þess að þau læknuðu sýkingar sem voru og eru lífshættulegar ef þær eru ekki meðhöndlaðar. Við viljum halda í þessi lyf og nota þau þegar þeirra er virkilega þörf. Vandinn er hinsvegar sá að við erum að nota þau allt of oft þegar þeirra er ekki þörf."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira