Innlent

18 mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn stúpdóttur sinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HARI
Karlmaður var á dögunum dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundnir til þriggja ára, fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stjúpdóttur sinni. Stúlkan var sofandi upp í hjónarúmi með manninum, móður sinni og yngri systur, þegar maðurinn tók hönd hennar og setti hana á beran getnaðarlim sinn.

Stýrði hann hendi stúlkunnar og lét hana fróa sér. Þegar hún náði að losa hendi sína tók hann höndina og setti hana aftur á getnaðarlim sinn. Stúlkunni tókst þó að endingu að losa hendi sína og vaknaði yngri systir hennar.

Maðurinn játaði brotið. Hann viðurkenndi bótaskyldu en hafnaði upphæðinni sem farið var fram á. Móðir stúlkunnar krafðist einnar milljónar króna í miskabætur.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness er tekið fram að hann hafi sagt við stúlkuna að hann gæti ekki farið fram á fyrirgefningu og túlkar dómurinn það sem fyrirgefningarbeiðni. Þá lagði maðurinn fram yfirlýsingu um að hann iðraðist og fyndi fyrir sektarkennd og skömm. Sálfræðingur staðfesti þar að auki að hann væri að leita sér hjálpar. Auk þess hafði hann þegar greitt stúlkunni 200 þúsund krónur sem bætur.

Áðurnefnd atriði voru talin manninum til refsilækkunar, en það að hann hafi brotið gegn stjúpdóttur sinni er talið auka grófleika brotsins og talið manninum til refsiþyngingar.

Hann var því dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára, og til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur auk vaxta. Þá var honum gert að greiða tæpar tvær milljónir króna í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×