Má ekki ræða öll mál leiðsögumanna? Jakob S. Jónsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar