Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson og Abdullah Arif skrifa 1. september 2025 14:31 Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og áherslur í starfi skólans er að hann skuli vera opinn og alþjóðlegur. Atburðir undanfarinna daga sýna að háskólinn sé alls ekki opinn og alþjóðlegur. Háskólinn hefur stillt alþjóðlegum nemendum sem hafa fengið samþykkta námsumsókn algjörlega upp við vegg. Vegna tafa, seinagangs og lélegra vinnubragða Útlendingastofnunar hafa umsóknir margra alþjóðanema ekki verið afgreiddar og þeir hafa því ekki fengið dvalarleyfi. HÍ hefur tilkynnt nemendunum að ef þeir mæti ekki fyrir 1. september verði inntaka þeirra í nám við skólann felld úr gildi. Þetta hefur leitt til þess að stór hluti alþjóðanema er í hættu á því að missa pláss sitt í skólanum og verið vísað úr landi þrátt fyrir að hafa skilað inn umsóknum sínum um dvalarleyfi á réttum tíma. Hvaða áhrif hefur þetta á erlenda nemendur sem bíða eftir svörum? Í fyrsta lagi hafa þeir ekki aðgang að námsefni, fyrirlestrum og verkefnum í þeim áföngum sem þau eru skráð í. Í öðru lagi setur þetta akademíska framtíð þeirra í alvarlega hættu. Umsóknarfrestur allflestra háskóla er löngu liðinn og ef HÍ neitar þeim um skólagöngu þá hafa þeir einfaldlega ekki möguleikann á því að stunda háskólanám þessa önn. Í þriðja lagi leiðir þetta til gífurlegs fjárhagslegs tjóns þar sem nemendurnir hafa flestir eytt fjármagni í flugmiða og íbúðaleigu. Ef námsinntaka þeirra er felld úr gildi og þeim vísað úr landi eru þau neydd til þess að eyða enn frekara fjármagni í flugmiða og hafa jafnvel ekki húsnæðisaðstöðu til þess að snúa aftur í þar sem að fyrri leigusamningum hefur verið sagt upp. Er þetta ásættanlegt fyrir Háskóla Íslands? Alþjóðanemar eru stór hluti af flóru starfsfólks og nema við háskólann. Í raun sinna alþjóðanemar mikilvægu hlutverki innan háskólans líkt og rannsóknarvinnu, kennslu, framsækni og nýsköpun. Án alþjóðanema væri lítil sem engin fjölbreytni til staðar í háskólasamfélaginu og í raun myndi háskólinn sem þekkingarsetur staðna. Alþjóðanemar hafa einnig fjárhagslegt mikilvægt hlutverk innan háskólans, sérstaklega eftir að fyrrverandi háskólamálaráðherra breytti fjármögnunarlíkani háskólans á þann hátt að það sé árangurstengt. Í þessu nýja líkani fá deildir háskólans fjárhagslega úthlutun út frá loknum einingum og brautskráningu nemenda. Útskriftir úr meistaranámi fengu þar sérstaklega aukið vægi. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á litlar deildir háskólans, til dæmis við hugvísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið. Ákveðnar námsleiðir á þessum sviðum reiða á alþjóðanema þar sem þeir eru oft stór hluti af nemendum þessara námsleiða. Töf á afgreiðslu dvalarleyfa getur því haft stórfenglega slæm áhrif á ólíkar námsleiðir innan háskólans. Ef töfin leiðir til þess að alþjóðlegir nemendur fá ekki að stunda nám við háskólann þá mun það einnig leiða til vanfjármögnunar námsleiða og deilda sem reiða sig á alþjóðanema. Meðhöndlun háskólans og útlendingastofnununar á dvalarleyfisumsóknum eru því ekki háskólanum eingöngu til háborinnar skammar, heldur hefur það einnig bein neikvæð áhrif á gæði háskólans. Gildi háskólans halda því fram að jafnrétti sé leiðarljós í starfi skólans og að háskólinn stuðli að skapandi þekkingarleit, víðsýni og framsækni. Með því að fella námsinntöku margra alþjóðanema úr gildi er Háskóli Íslands að svíkja sín eigin gildi. Röskva, samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands, krefst þess að stjórnendur Háskóla Íslands taki ábyrgð á vegum háskólasamfélagsins og finna lausnir á þessu alvarlega vandamáli alþjóðanema. Styrmir er fulltrúi meistaranema í stjórn Röskvu og Abdullah er alþjóðafulltrúi Röskvu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun