Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar 1. september 2025 10:00 Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í maí á þessu ári rakst ég á mynd af eplum á netinu, eplunum var raðað saman eftir hversu skýr þau voru. Númer eitt var rautt og glansandi, númer tvö litdaufara, síðan svarthvítt og loks rétt svo mótaði fyrir útlínum. Og að lokum ekkert epli. Spurningin sem fylgdi var hversu vel maður sæi epli fyrir sér ef maður lokaði augunum. Ég sá ekkert epli, enda spurningin fáránleg. En ég uppgötvaði þá í framhaldinu, í fyrsta sinn, að annað fólk gæti séð allskonar hluti myndrænt fyrir sér. Meira að segja langflestir. Ég er með öðrum orðum með „afantasíu“, en innan við fimm prósent mannkyns eru sama marki brennd. Hugaraugað er það kallað, sem venjulegt fólk notar til að framkalla myndir í huganum. Fyrst um sinn fannst mér þetta galin tilhugun, að langflest fólk væri fært um að sjá hluti fyrir sér myndrænt. Jú, kannski gæti fólk á sterkum eiturlyfjum séð eitthvað fyrir sér í kollinum? Fólk í geðrofi? En ekki bara venjulegt fólk? Og ég þurfti að koma mér niður á jörðina. Jú, þetta getur fólk. Ég hringdi í ýmsa ættingja. Amma hélt að ég væri að missa það. Hún gat séð fyrir sér bláan bíl eins og ég sagði henni að gera strax eftir eftir að hún svaraði símanum. Bíllinn var meira að segja á ferð. Eftir þessa uppgötvun hugsaði ég, Hvort þetta ástand hafi hamlað mér á einhvern hátt? Og hvernig hefur það hjálpað mér mögulega? Mitt helsta áhugamál er skák og þetta ástand mitt virðist ekki trufla mig þar. Ég get verið nokkuð lunkinn við að reikna talvert fram í tímann. Ég get meira að segja teflt blindskák. Mér skilst á þessum venjulegu skákmönnum (ef þeir eru til) að þeir sjái fyrir sér borðið, allt eða í heild, og leiki einfaldlega mönnunum á borðinu í huganum. Fáránleg tilhugsun finnst mér, hlýtur að vera svindl! En þegar ég tefli blindskák er engin þörf á að loka augunum og engin þörf að sjá neitt - reitir borðsins eru 64 og hafa sín nöfn (a1, c7), og ef ég veit á hvaða reitum mennirnir eru hverju sinni veit ég alveg hvernig staðan er. Ég sé það ekki. Ég bara veit það. Á enskunni er þetta kallað „conseptual thinking” og mig grunar að ég gæti verið ögn glúrinn í þeim fræðum, mögulega því mig vantar algjörlega hið sjónræna. Sama niðurstaða, önnur aðferð! Einnig les ég mikið. En ég uppgötvaði líka að við lestur sér venjulega fólkið jafnvel fyrir sér atburðarrás bókarinnar sem það er að lesa, meðan ég sé bara pappír. Það rifjast upp fyrir mér tímar í menntaskóla og háskóla þar sem spurt var hvernig maður sæi hitt og þetta fyrir sér við lestur fagurbókmennta. Ég hló bara að þessu innra með mér (ég er þó allavega með rödd í huganum…) og velti fyrir mér hvaða voðalega myndmál þetta væri, allt í einu voru allir orðnir svo ljóðrænir. Einnig rifjast upp hugleiðslunámskeið sem ég sótti þar sem fólk var beðið um að segja hvað það sá, á einhverri meintri strönd sem jóginn sagði að við værum stödd á. Til að móðga ekki jógana bullaði ég eitthvað um sandinn og öldurnar sem ég sá vissulega ekki. Ég er ratvís. Ef ég hef heimsótt stað einu sinni get ég valsað þar um án þess að kíkja í símann. Ég hefði giskað á að maður með afantasíu gæti varla verið ratvís, en svo er ekki! Þetta er ruglandi. Því meira sem ég les mig til því minna skil ég. Einnig dreymir mig. En sjaldan, og þegar mig dreymir er það einhver steypa. En sjónræn steypa! Þannig að um leið og ég vakna - þá slokknar á hugarauganu. Ég lærði sagnfræði og hef dálítið velt fyrir mér minni, þá sérstaklega kynslóðaminninu og áhrif trámatískra atburða á líf fólks. Eftir að ég uppgötvaði að fólk getur séð fyrir sér annað fólk og liðna atburði í huganum, þá fannst mér ég skilja betur ýmsar hugmyndir fræðimanna um minnið. Og í leiðinni skildi ég að sumt um minnið á ekki við mig. Ég man hluti og get fært þá í orð, en get ekki endurupplifað þá. Eins og það er nú leiðinlegt, að geta ekki endurupplifað góða hluti, þá finnst mér nú ágætt, að geta ekki endurupplifað slæma huti. Ég hafði því kannski ekki misst af svo miklu í þau 25 ár sem ég lifði án þess að vita að ég hefði ekki „hugaraugað”. En að lokum verð ég að segja að mér finnst samt dálítið leiðinlegt að heyra að venjulegt fólk geti séð fyrir sér í huganum fólkið sem því þykir vænt um. Það get ég ekki. Ég gæti til dæmis aldrei séð mömmu fyrir mér, eða afa minn sem dó fyrir 12 árum og mér þótti svo skemmtilegur. En ég get heyrt röddina hans, og auðvitað skoðað myndir. Myndir af afa, myndir af eplum. Sérð þú eplið? Höfundur er ritstjóri tímaritsins Skákar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun