Má ekki ræða öll mál leiðsögumanna? Jakob S. Jónsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég hef á þessum vettvangi fjallað nokkuð um málefni Félags leiðsögumanna í þeirri von að eitthvað af þrennu myndi gerast: í fyrsta lagi að leiðsögumenn fengju þann samastað í tilverunni sem gæti eflt stéttarvitund þeirra og staðið vörð um kjör þeirra, í öðru lagi að Félag leiðsögumanna endurskoðaði afstöðu sína til leiðsögunáms og leiðrétti ýmsar rangfærslur um „viðurkennda námskrá“ sem til þessa hafa spillt fyrir samstöðu leiðsögumanna og í þriðja lagi að félagið yrði áberandi aðili að mótun farsællar stefnu í ferðaþjónustu – ekki veitir af góðum kröftum í þá vinnu þegar ferðamönnum fjölgar jafn hratt og raunin er og þörf er á markvissu átaki svo ferðaþjónustan megi vaxa að metnaði og gæðum. En einhverra hluta vegna hefur allt sem ég hef sagt og gert farið algerlega öfugt ofan í stjórn Félags leiðsögumanna. Stjórn félagsins hefur ekki látið svo lítið að svara ábendingum mínum – og annarra – um það sem betur mætti fara, hún hefur ekki með einu orði svarað eða tekið undir gagnrýni mína á afstöðu félagsins til leiðsögunáms og þeirra réttinda sem það veitir eða veitir ekki og þegar kemur að því að ræða á aðalfundi þess um þessi mikilvægu mál þá eru þau einfaldlega slegin af borðinu með gerræði og valdníðslu fundarstjóra og ekki verður annað skilið af athugasemd sem stjórn FL birtir á heimasíðu félagsins en að sú valdníðsla sé bara í góðu lagi! Ég hef skrifað bréf þar sem ég bið um að stjórn FL boði til framhaldsaðalfundar svo leiðrétta megi það sem miður fór í fundarstjórn; við því bréfi hefur ekkert svar borist. Stjórn FL virðist því ætla að brjóta á afgerandi hátt gegn lögum síns eigin félags, félagslögum og fundarsköpum. Því verður auðvitað ekki unað. Það á erindi við alla leiðsögumenn, sem og almenning, sem lætur sig varða framkomu aðila í ferðaþjónustu. Það er fróðlegt að lesa fyrrnefnda athugasemd stjórnar FL á heimasíðunni; áhugasamir geta nálgast hana á vefslóðinni www.touristguide.is. Fyrirsögnin er „Andsvar við ásökun um valdníðslu FL“ og ég er í athugasemdinni sakaður um að finna „félaginu margt til foráttu“ ásamt því að hafa ýjað að því að „stjórn félagsins hafi beitt valdníðslu á fundinum“. Síðan er því lýst yfir að stjórn FL telji ekki að frekar þurfi að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum og að ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins. Það er einkennilegur umræðuvilji þegar fundarstjóri aðalfundar beitir óátalið gerræði til að slá umræðu um hagsmunamál út af borðinu. Það er sömuleiðis undarlegur umræðuvilji sem kemur fram í því að bera skoðanir upp á viðmælendur sína, en það gerir stjórn FL óhikað. Það getur hver séð, sem les greinar mínar, sem birst hafa hér í Fréttablaðinu (25.?febrúar, 17.?mars og 6. apríl) að ég er aldeilis ekki að finna félaginu eitt eða neitt „til foráttu“. Ég hef þvert á móti talið nauðsynlegt að efla það og þar með styrkja samstöðu heildar leiðsögumanna. Ég tala heldur hvergi í grein minni um „valdníðslu stjórnar“. En stjórn Félags leiðsögumanna telur í lagi að snúa út úr orðum mínum, rangfæra og fara með ósannindi í stað þess að beita málefnalegum rökum um það sem efnið varðar – félagsaðild á grundvelli jafnréttis og hagsmunabaráttu fyrir heildina. Auðvitað ræður stjórn Félags leiðsögumanna ein með hvaða sæmd hún vill taka á málefnum sem félagsmenn vilja taka upp á fundum félagsins. Því ræður enginn annar! Í formannspistli sem birtist á heimasíðu FL að loknum aðalfundi sá formaður þess ástæðu til að orða umræðuviljann á eftirfarandi hátt: „Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.“ Þetta er í stjórnarpistlinum kallað að „ræða megi öll málefni leiðsögumanna á fundum sem boðað er til í nafni félagsins“. Það er augljóslega eitt mál, sem stjórn Félags leiðsögumanna vill ekki að sé rætt, hvort sem er innan eða utan félags: það mál varðar eðli og hlutverk hins svokallaða fagfélags. Það er nefnilega sérhagsmunafélag sem miðar að því að varðveita hagsmuni sumra. Það má ekki draga fagfélagið í efa, jafnvel þótt aðeins sé verið að tala um að Félag leiðsögumanna veiti öllum starfandi leiðsögumönnum félagsaðild á jafnréttisgrundvelli og berjist fyrir hagsmunum heildarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum 4. maí 2016 07:00
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun