Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar 1. september 2025 15:00 Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar