Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2016 07:00 Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar