Leiðin áfram er aukið norrænt samstarf Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2016 07:00 Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í meira en 60 ár hefur Norðurlandaráð stuðlað að auknu samstarfi og samstöðu norrænu þjóðanna með þeim óumdeilda árangri að í dag eru samfélög Norðurlandanna allra talin einhver þau farsælustu í heiminum, hvort sem horft er til efnahags, umhverfis eða félagslegs réttlætis. Mikilvægur þáttur í þessum árangri hefur verið sameiginlegur vinnumarkaður landanna, náið samstarf stjórnvalda og stöðug vinna og viðleitni við að ryðja úr vegi öllum mögulegum hindrunum sem skapast vegna mismunandi löggjafar og landamæra þessara sjálfstæðu ríkja. Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við stórauknum fjölda flóttamanna hafa haft alvarlegri og neikvæðari áhrif á samstarf landanna í þessum efnum en áður hefur þekkst. Í fyrsta sinn í meira en 60 ár þurfa ríkisborgarar Norðurlandanna að framvísa vegabréfum á ferðum sínum innan Norðurlandanna.Samstarf um betri aðlögun Þessi alvarlega staða var til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í Ósló í síðustu viku þar sem jafnaðarmenn lýstu þeirri eindregnu afstöðu sinni, að núverandi ástand væri óásættanlegt og úr því yrðu ríkisstjórnir landanna að greiða hið snarasta í anda þess góða samstarfs sem Norðurlöndin hafa haft um áratuga skeið. Jafnaðarmenn kölluðu einnig eftir stórauknu samstarfi um betri aðlögun innflytjenda og sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna, bæði á vettvangi Evrópusambandsins og Norðurlandanna, vegna aukins fjölda flóttamanna. Að mati jafnaðarmanna í Norðurlandaráði er slíkt náið samstarf ríkjanna eina raunhæfa leiðin til takast á við verkefnið með farsælum hætti. Hið sama á einnig við um baráttuna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, skattaskjólum og skattaundanskotum, sem eru mál sem jafnaðarmenn lögðu áherslu á, á fundum Norðurlandaráðs í Ósló.Norðurlöndin fremst í baráttunni gegn skattaskjólum Velferðarsamfélög Norðurlanda byggja á samfélagslegri sátt um skattgreiðslur allra. Þannig hefur okkur tekist að byggja upp fyrirmyndarsamfélög þar sem stöðugleiki, öryggi og jöfnuður ríkir. Enn á ný hafa uppljóstranir á gögnum um alþjóðleg skattaskjól sýnt og sannað að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga skýtur sér undan samfélagslegri ábyrgð og svíkur undan skatti. Panamaskjölin sem hlotið hafa verðskuldaða alþjóðlega athygli eru nýlegasta dæmið þar um. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að berjast gegn skattsvikum á heimsvísu. Við hvetjum ríkisstjórnir Norðurlandanna til að sameina krafta sína til að vinna gegn skattsvikum og til að leiða þá baráttu á alþjóðavettvangi.Norðurlandaráð gegn félagslegum undirboðum Á fundi sínum í Ósló samþykkti Norðurlandaráð að hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að gera úttekt á því hvort og þá hvernig breytt vinnuskilyrði í flugsamgöngum hefðu áhrif á öryggi í flugi. Jafnaðarmenn, sem lögðu fram tillögu um málið, telja að það ógni flugöryggi hvernig fleiri og fleiri flugfélög segja sig frá hefðbundnum ráðningarskilmálum og réttindum sem gilt hafa á vinnumarkaði á Norðurlöndum en ráði þess í stað ódýrt vinnuafl á verri kjörum.Sjö nýjar tillögur um aukið norrænt samstarf Á fundinum í Ósló kynntu jafnaðarmenn einnig sjö nýjar tillögur um aukið og nánara samstarf Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Tillögurnar fjalla m.a. um samstarf landanna um aðgerðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum; aukið samstarf til að minnka matarsóun; samræmingu og samráð skóla um leiðir til að tryggja góða móttöku barna á flótta; sameiginlega stefnumótun í málefnum heyrnarskertra; samstarf um rannsóknir og aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum; og aukið vægi ungs fólks í starfi og stefnumótun Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar má nálgast um tillögurnar á heimasíðu jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, www.s-norden.org Tillögurnar verða allar teknar til meðferðar á vettvangi Norðurlandaráðs á komandi vikum og mánuðum.Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Phia Andersson, Svíþjóð; Sonja Mandt, Noregi;Henrik Dam Kristensen, Danmörku;Maarit Feldt-Ranta, Finnlandi;stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun