Niqab eða ekki niqab? Anna Lára Steindal skrifar 4. maí 2016 12:57 Á dögunum vísaði framhaldsskóli í Lyngby í Danmörku sex stúlkum úr skóla fyrir að klæðast niqab – svörtum kufli sem hylur frá toppi til táar, þar á meðal andlit. Eftir sem áður geta þær stúlkur sem klæðast slíkum fatnaði stundað fjarnám við skólann. Rökin voru þau að í kennslu skipti samskipti höfuðmáli – og erfitt sé að eiga samskipti við þá sem hylja andlit sitt. Þessi tíðindi fengu mig til að hugsa enn á ný um mikilvægi þess að Íslendingar setjist niður og spái í þessa hluti áður en til þess kemur að við þurfum að banna eitthvað sem fólk er þegar að gera sem óhjákvæmilega er líklegra til að hafa árekstra og leiðindi í för með sér en ef fólk veit að hverju það gengur um leið og það sest hér að. Og nei, þetta hefur ekkert með fordóma gagnvart íslam eða trú Múslima að gera heldur þær grunnforsendur sem íslenskt samfélag hvílir á. Kannski kæmumst við, að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert að því að klæðast niqab á Íslandi. En sú niðurstaða þyrfti að mínum dómi að grundvallast á skynsamlegri samræðu. Á rökum og skiliningi en ekki tilfinningum og ótta. Og sem flestir sem málið varða þyrftu að eiga aðgengi að þeirri samræðu. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með Múslimum á Íslandi og veit þess vegna að þeir vilja búa sér líf í sátt við samfélagið – það er þeim ekkert kappsmál að ástunda hefðir sem eru á skjön við reglur og hefðina á Íslandi. Alls ekki og þvert á móti vilja þau vanda sig við að lifa í sátt. Plan um samræðu En til þess að geta lifað saman án ágreinings þurfum við að hafa skýra sýn og plan um hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að læra af mistökum annarra – í Danmörku og víðast í Evrópu var farið of seint af stað í þessa umræðu. Hún var ad hoc - viðbrögð við ástandi sem þurfti að bregðast við og það sem verra er, á sér staða á krísutímum þar sem á stundum skortir á yfirvegun og yfirsýn og traust milli þeirra aðila sem takast á um hugmyndir Á Íslandi höfum við tækfifæri til að gera þetta öðruvísi – leggja línurnar áður en til ágreinings kemur. Ef við ekki hefjum hreinskipta samræðu, leggjum miklu meiri áherslu á aðlögunarplan sem virkar í báðar áttir og er niðurstaða samtals og samvinnu, þá mun þessi ágreiningur koma upp á Íslandi líka. Það er bara spurning um tíma. Reyndar hefur margvíslegur ágreiningur þegar komið upp – ég hef sjálf tekið þátt í því í einhverjum tilvikum að leysa hann. Það var satt að segja frekar auðvelt og þess vegna veit ég að þetta er hægt. En við þurfum plan – þurfum að ástunda samræðuna en ekki bara bregðast við einangruðum ativkum. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið á ferðinni að vekja athygli á því hvað okkur – sem samfélagi - er tamt að setja ábyrgðina á því hvernig fjölmenningarsamfélagið á Íslandi þróast á innflytjendur – þeir bera ábyrgð á því að tileinka sér réttu hugmyndirnar, gildin og viðhorfin. En hvernig geta þeir staðið undir þeim væntingum ef við skýrum ekki hvaða kröfur við gerum til þeirra og leitumst ekki við að útskýra hvers vegna það er mikilvægt að leggja sig fram við að standa undir þeim? Þeir sem koma nýjir inn í samfélagið okkar þekkja ekki alltaf þær hefðir, gildi, siði og reglur sem eru við hæfi - til þess að geta axlað ábyrgð á eigin aðlögun og farsælu lífi á Íslandi þurfa innflytjendur á samræðunni að halda, við þurfum að útskýra og skilgreina grunnforsendurnar sem samfélagið á Íslandi hvílir á. Í gegnum samtalið og rökræðuna getum við búið okkur sameiginlega sýn, talað okkur niður á sameiginlegan útgangspunkt sem veitir ólíkum einstaklingum svigrúm til að sníða sér tilveru í samræmi við trú og lífsskoðanir, en greiðir á sama tíma fyrir góðum samskiptum og sambýli í fjölbreytti samfélagi. Í þessu felst listin að lifa saman. Þetta er hægt – ef við einsetjum okkur að gera það og kosta til þess því sem til þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum vísaði framhaldsskóli í Lyngby í Danmörku sex stúlkum úr skóla fyrir að klæðast niqab – svörtum kufli sem hylur frá toppi til táar, þar á meðal andlit. Eftir sem áður geta þær stúlkur sem klæðast slíkum fatnaði stundað fjarnám við skólann. Rökin voru þau að í kennslu skipti samskipti höfuðmáli – og erfitt sé að eiga samskipti við þá sem hylja andlit sitt. Þessi tíðindi fengu mig til að hugsa enn á ný um mikilvægi þess að Íslendingar setjist niður og spái í þessa hluti áður en til þess kemur að við þurfum að banna eitthvað sem fólk er þegar að gera sem óhjákvæmilega er líklegra til að hafa árekstra og leiðindi í för með sér en ef fólk veit að hverju það gengur um leið og það sest hér að. Og nei, þetta hefur ekkert með fordóma gagnvart íslam eða trú Múslima að gera heldur þær grunnforsendur sem íslenskt samfélag hvílir á. Kannski kæmumst við, að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert að því að klæðast niqab á Íslandi. En sú niðurstaða þyrfti að mínum dómi að grundvallast á skynsamlegri samræðu. Á rökum og skiliningi en ekki tilfinningum og ótta. Og sem flestir sem málið varða þyrftu að eiga aðgengi að þeirri samræðu. Undanfarin ár hef ég unnið mikið með Múslimum á Íslandi og veit þess vegna að þeir vilja búa sér líf í sátt við samfélagið – það er þeim ekkert kappsmál að ástunda hefðir sem eru á skjön við reglur og hefðina á Íslandi. Alls ekki og þvert á móti vilja þau vanda sig við að lifa í sátt. Plan um samræðu En til þess að geta lifað saman án ágreinings þurfum við að hafa skýra sýn og plan um hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að læra af mistökum annarra – í Danmörku og víðast í Evrópu var farið of seint af stað í þessa umræðu. Hún var ad hoc - viðbrögð við ástandi sem þurfti að bregðast við og það sem verra er, á sér staða á krísutímum þar sem á stundum skortir á yfirvegun og yfirsýn og traust milli þeirra aðila sem takast á um hugmyndir Á Íslandi höfum við tækfifæri til að gera þetta öðruvísi – leggja línurnar áður en til ágreinings kemur. Ef við ekki hefjum hreinskipta samræðu, leggjum miklu meiri áherslu á aðlögunarplan sem virkar í báðar áttir og er niðurstaða samtals og samvinnu, þá mun þessi ágreiningur koma upp á Íslandi líka. Það er bara spurning um tíma. Reyndar hefur margvíslegur ágreiningur þegar komið upp – ég hef sjálf tekið þátt í því í einhverjum tilvikum að leysa hann. Það var satt að segja frekar auðvelt og þess vegna veit ég að þetta er hægt. En við þurfum plan – þurfum að ástunda samræðuna en ekki bara bregðast við einangruðum ativkum. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið á ferðinni að vekja athygli á því hvað okkur – sem samfélagi - er tamt að setja ábyrgðina á því hvernig fjölmenningarsamfélagið á Íslandi þróast á innflytjendur – þeir bera ábyrgð á því að tileinka sér réttu hugmyndirnar, gildin og viðhorfin. En hvernig geta þeir staðið undir þeim væntingum ef við skýrum ekki hvaða kröfur við gerum til þeirra og leitumst ekki við að útskýra hvers vegna það er mikilvægt að leggja sig fram við að standa undir þeim? Þeir sem koma nýjir inn í samfélagið okkar þekkja ekki alltaf þær hefðir, gildi, siði og reglur sem eru við hæfi - til þess að geta axlað ábyrgð á eigin aðlögun og farsælu lífi á Íslandi þurfa innflytjendur á samræðunni að halda, við þurfum að útskýra og skilgreina grunnforsendurnar sem samfélagið á Íslandi hvílir á. Í gegnum samtalið og rökræðuna getum við búið okkur sameiginlega sýn, talað okkur niður á sameiginlegan útgangspunkt sem veitir ólíkum einstaklingum svigrúm til að sníða sér tilveru í samræmi við trú og lífsskoðanir, en greiðir á sama tíma fyrir góðum samskiptum og sambýli í fjölbreytti samfélagi. Í þessu felst listin að lifa saman. Þetta er hægt – ef við einsetjum okkur að gera það og kosta til þess því sem til þarf.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar