Börn ein í barnavagni kannski barn síns tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júní 2016 11:55 Skjáskot af Instagramsíðu Jessie Rowe, þáttastjórnanda. „Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira