Ganga 765 kílómetra með tveggja ára barn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Arnhildur Lilý með Braga í kerrunni við upphaf ferðar. Myndir/Arnar Sigurðsson „Við höldum hans takti og rútínu. Það er eina leiðin til að gera þetta,“ segir Arnhildur Lilý Karlsdóttir þegar hún er spurð hvernig það sé að vera allan daginn á göngu með tveggja ára barn. Hún, maður hennar Arnar Sigurðsson og litli göngugarpurinn Bragi eru þessa dagana á göngu á Spáni á svokallaðri frönsku leið um Jakobsveg.Bragi situr mest í sérútbúinni fjallakerru og hraðast er farið um þegar hann tekur lúrinn sinn yfir daginn. Kerran kemst þó ekki yfir hvað sem er. „Við þurfum stundum að halda á kerrunni þegar stórt grjót og drulla eru á veginum. Við höfum alveg lent í nokkrum svaðilförum,“ segir Arnhildur en fullyrðir að það sé ekki svo mikið mál að vera með barn á þessu ferðalagi. Þegar Bragi verður þreyttur á að sitja í kerrunni fær hann að ganga sjálfur og svo er stoppað á leikvöllum af og til. „Við förum í alls kyns leiki, skoðum umhverfið og dýr sem við sjáum. Svo er mikið sungið,“ segir Arnhildur.Kerran er sérútbúin fjallakerra en hún kemst þó ekki yfir allt og þá þurfa Arnar og Arnhildur að halda á kerrunni á milli sín.Mynd/ArnarFjölskyldan gistir í húsi á hverju kvöldi og fer af stað á milli sjö og átta á morgnana. Á leiðinni eru fjölmörg þorp og því alltaf hægt að borða á veitingahúsum. „Við erum að labba svona 20 til 30 kílómetra á dag. Við hittum einmitt fólk í dag sem var samferða okkur fyrstu daga göngunnar og það viðurkenndi að það hefði ekki haldið að við kæmumst svona langt.“ Leiðin er ein þekktasta pílagrímsleið í Evrópu og er 764 kílómetra löng. Því er ekki algengt að sjá börn á göngustígunum. „Þetta er mest allt eldra fólk sem finnst æðislegt að hitta Braga og er mikið að brosa til hans eða bjóða honum sleikjó.“ Fjölskyldan hóf gönguna 29. apríl og mun ljúka henni 1. júní þegar hún kemur til borgarinnar Santiago de Compostela.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíArnar, Bragi og Arnhildur eru búin með 515 kílómetra af leiðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Við höldum hans takti og rútínu. Það er eina leiðin til að gera þetta,“ segir Arnhildur Lilý Karlsdóttir þegar hún er spurð hvernig það sé að vera allan daginn á göngu með tveggja ára barn. Hún, maður hennar Arnar Sigurðsson og litli göngugarpurinn Bragi eru þessa dagana á göngu á Spáni á svokallaðri frönsku leið um Jakobsveg.Bragi situr mest í sérútbúinni fjallakerru og hraðast er farið um þegar hann tekur lúrinn sinn yfir daginn. Kerran kemst þó ekki yfir hvað sem er. „Við þurfum stundum að halda á kerrunni þegar stórt grjót og drulla eru á veginum. Við höfum alveg lent í nokkrum svaðilförum,“ segir Arnhildur en fullyrðir að það sé ekki svo mikið mál að vera með barn á þessu ferðalagi. Þegar Bragi verður þreyttur á að sitja í kerrunni fær hann að ganga sjálfur og svo er stoppað á leikvöllum af og til. „Við förum í alls kyns leiki, skoðum umhverfið og dýr sem við sjáum. Svo er mikið sungið,“ segir Arnhildur.Kerran er sérútbúin fjallakerra en hún kemst þó ekki yfir allt og þá þurfa Arnar og Arnhildur að halda á kerrunni á milli sín.Mynd/ArnarFjölskyldan gistir í húsi á hverju kvöldi og fer af stað á milli sjö og átta á morgnana. Á leiðinni eru fjölmörg þorp og því alltaf hægt að borða á veitingahúsum. „Við erum að labba svona 20 til 30 kílómetra á dag. Við hittum einmitt fólk í dag sem var samferða okkur fyrstu daga göngunnar og það viðurkenndi að það hefði ekki haldið að við kæmumst svona langt.“ Leiðin er ein þekktasta pílagrímsleið í Evrópu og er 764 kílómetra löng. Því er ekki algengt að sjá börn á göngustígunum. „Þetta er mest allt eldra fólk sem finnst æðislegt að hitta Braga og er mikið að brosa til hans eða bjóða honum sleikjó.“ Fjölskyldan hóf gönguna 29. apríl og mun ljúka henni 1. júní þegar hún kemur til borgarinnar Santiago de Compostela.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíArnar, Bragi og Arnhildur eru búin með 515 kílómetra af leiðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira