Enginn jarðstrengur fer um okkar land Svavar Hávarðsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Svartá streymir milli hólma í landi Svartárkots. Frá því greint var frá áformum um virkjun hafa risið upp mótmæli náttúruverndarsinna og veiðimanna. Mynd/JAÞ, SK, BS Eigendur jarðarinnar Halldórsstaða II í Laxárdal hafa rift samkomulagi við SSB-orku um lagningu jarðstrengs um land þeirra. Ástæðan er sú að rask vegna framkvæmdarinnar er mun meira en landeigendur töldu að yrði, samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu upphaflega. Jarðstrengslögnin er vegna áformaðrar Svartárvirkjunar í Svartá í Bárðardal. Til stóð að leggja um 46 kílómetra langan jarðstreng frá stöðvarhúsi við Svartá, yfir Fljóts- og Laxárdalsheiði niður í Laxárdal. Gert var ráð fyrir að strengurinn myndi koma niður í Laxárdal á móts við Halldórsstaði, liggja þaðan niður dalinn og tengjast virki Landsnets við Laxárvirkjun. Með ákvörðun landeigenda Halldórsstaða er hins vegar ljóst að þessi áform eru úr sögunni. Halldór Valdimarsson, annar eigenda jarðarinnar, segir að ákvörðun þeirra bræðra tengist ekki Svartárvirkjun beint – þeir hafi sett fyrirvara í samninginn að lágmarks jarðrask yrði við framkvæmdina. Hins vegar sé ljóst af gögnum sem birt hafa verið síðan samningurinn var gerður, að umfang verksins, og tækjabúnaðurinn sem þarf til, sé mun meiri en þær upplýsingar sem lágu fyrir í upphafi gáfu til kynna. „Þess vegna settum við fyrirvaran – svo við gætum kynnt okkur betur forsendurnar sem þeir gæfu sér. Það er svo annað mál að ég vil ekki sjá þessa virkjun. Ég er mótfallinn því að hrófla við þessari miklu hálendisperlu sem við eigum Íslendingar – sem okkur ber skylda til að varðveita. Enginn jarðstrengur fer um okkar land,“ segir Halldór.Halldór ValdimarssonHalldór segir að jarðstrengurinn hefði legið í gegnum land þeirra bræðra á nokkur hundruð metra kafla, og ljóst að ný lagnaleið þarf að koma til í framhaldinu. Hann veit ekki hug annarra landeigenda í Laxárdal, en gerir ráð fyrir að ræða við aðra til að skoða málið. „Ég veit ekki hvort aðrir settu fyrirvara eins og við gerðum. En ég er feginn að við gerðum það. En mér fannst ekkert vit í öðru, enda vorum við ekki nægilega vel upplýstir um hvað þarna stóð til þegar sóst var eftir því að við samþykktum þessa lagnaleið. Nú veit ég hvers konar vitleysa þetta er og er feginn því að geta rift þessum samningi,“ segir Halldór. Frá því að áform SSB-orku voru gerð kunn hafa risið upp hávær mótmæli náttúruverndarsinna, og ekki síst veiðimanna sem eru elskir að Svartá. Fyrir skemmstu var stofnað félag um vernd Svartár – Verndarfélag Svartár og Suðurár – sem hefur það markmið eitt „að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal og koma í veg fyrir að þessari náttúruperlu í jaðri hálendisins verði spillt með orkuframkvæmdum,“ eins og segir samþykkt félagsins.Átti að liggja í landi 16 jarðaSSB Orka áformar að reisa virkjun í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Uppsett rafafl virkjunar verður 9,8 MW.Leggja á jarðstreng um 46 kílómetra leið frá stöðvarhúsi, yfir Mývatns- og Laxárdalsheiði að tengivirki Landsnets í LaxárdaMannvirki virkjunarinnar verða í landi fjögurra jarða við neðri hluta Svartár í Þingeyjarsveit en jarðstrengurinn mun liggja í landi um 16 jarða sem bæði eru í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Helstu mannvirki virkjunar eru stöðvarhús, aðrennslispípa, jöfnunarþró og stífla, auk frárennslisskurðar, inntakslóns og aðkomuveg.Heimild: Verndarfélag Svartár og Suðurár Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Halldórsstaða II í Laxárdal hafa rift samkomulagi við SSB-orku um lagningu jarðstrengs um land þeirra. Ástæðan er sú að rask vegna framkvæmdarinnar er mun meira en landeigendur töldu að yrði, samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir fengu upphaflega. Jarðstrengslögnin er vegna áformaðrar Svartárvirkjunar í Svartá í Bárðardal. Til stóð að leggja um 46 kílómetra langan jarðstreng frá stöðvarhúsi við Svartá, yfir Fljóts- og Laxárdalsheiði niður í Laxárdal. Gert var ráð fyrir að strengurinn myndi koma niður í Laxárdal á móts við Halldórsstaði, liggja þaðan niður dalinn og tengjast virki Landsnets við Laxárvirkjun. Með ákvörðun landeigenda Halldórsstaða er hins vegar ljóst að þessi áform eru úr sögunni. Halldór Valdimarsson, annar eigenda jarðarinnar, segir að ákvörðun þeirra bræðra tengist ekki Svartárvirkjun beint – þeir hafi sett fyrirvara í samninginn að lágmarks jarðrask yrði við framkvæmdina. Hins vegar sé ljóst af gögnum sem birt hafa verið síðan samningurinn var gerður, að umfang verksins, og tækjabúnaðurinn sem þarf til, sé mun meiri en þær upplýsingar sem lágu fyrir í upphafi gáfu til kynna. „Þess vegna settum við fyrirvaran – svo við gætum kynnt okkur betur forsendurnar sem þeir gæfu sér. Það er svo annað mál að ég vil ekki sjá þessa virkjun. Ég er mótfallinn því að hrófla við þessari miklu hálendisperlu sem við eigum Íslendingar – sem okkur ber skylda til að varðveita. Enginn jarðstrengur fer um okkar land,“ segir Halldór.Halldór ValdimarssonHalldór segir að jarðstrengurinn hefði legið í gegnum land þeirra bræðra á nokkur hundruð metra kafla, og ljóst að ný lagnaleið þarf að koma til í framhaldinu. Hann veit ekki hug annarra landeigenda í Laxárdal, en gerir ráð fyrir að ræða við aðra til að skoða málið. „Ég veit ekki hvort aðrir settu fyrirvara eins og við gerðum. En ég er feginn að við gerðum það. En mér fannst ekkert vit í öðru, enda vorum við ekki nægilega vel upplýstir um hvað þarna stóð til þegar sóst var eftir því að við samþykktum þessa lagnaleið. Nú veit ég hvers konar vitleysa þetta er og er feginn því að geta rift þessum samningi,“ segir Halldór. Frá því að áform SSB-orku voru gerð kunn hafa risið upp hávær mótmæli náttúruverndarsinna, og ekki síst veiðimanna sem eru elskir að Svartá. Fyrir skemmstu var stofnað félag um vernd Svartár – Verndarfélag Svartár og Suðurár – sem hefur það markmið eitt „að standa vörð um náttúru og lífríki Svartár og Suðurár í Bárðardal og koma í veg fyrir að þessari náttúruperlu í jaðri hálendisins verði spillt með orkuframkvæmdum,“ eins og segir samþykkt félagsins.Átti að liggja í landi 16 jarðaSSB Orka áformar að reisa virkjun í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Uppsett rafafl virkjunar verður 9,8 MW.Leggja á jarðstreng um 46 kílómetra leið frá stöðvarhúsi, yfir Mývatns- og Laxárdalsheiði að tengivirki Landsnets í LaxárdaMannvirki virkjunarinnar verða í landi fjögurra jarða við neðri hluta Svartár í Þingeyjarsveit en jarðstrengurinn mun liggja í landi um 16 jarða sem bæði eru í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Helstu mannvirki virkjunar eru stöðvarhús, aðrennslispípa, jöfnunarþró og stífla, auk frárennslisskurðar, inntakslóns og aðkomuveg.Heimild: Verndarfélag Svartár og Suðurár
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira