Tökum höndum saman um gjaldfrjálsa grunnmenntun Erna Reynisdóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar