Tökum höndum saman um gjaldfrjálsa grunnmenntun Erna Reynisdóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun