Stoltgangan 2016 – tökum þátt ! Gerður Aagot Árnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar