Í blindri reiði Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 12:19 Í gær birtist hér á Vísi merkilegur pistill eftir Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings. Hann varpar all svakalegu ljósi á hvernig atburðarásin eftir hrun bankanna var hönnuð fyrirfram af embættis- og stjórnmálamönnum og síðan matreidd ofan í almenning með styrkri hjálp fjölmiðla. Fjölmiðla sem voru sjálfir blindaðir af reiði og hneykslan m.a. vegna stóryrtra yfirlýsinga frá sérstökum saksóknara, Evu Jolie og vinum hennar. Og það var ekkert feimnismál að menn voru búnir að ákveða fyrirfram að tilteknir menn væru sekir, það tók því varla að eyða tíma og peningum í að rannsaka nokkuð, niðurstaðan hefði verið sú sama hvort sem er. Embættis- og stjórnmálamenn voru fljótir að bregðast við með því að koma saman starfshópi undir nafninu Control Tower/Coordination Committeea. Einn tilgangur nefndarinnar virðist hafa verið að sjá til þess að allri sök yrði varpað á bankana, stjórnendur og eigendur þeirra. Tryggja að sökinni yrði aldrei beint gegn Seðlabankanum, embættis- eða stjórnmálamönnum sem vissulega báru sinn hluta ábyrgðarinnar á þessum skelfilegu aðstæðum. Reiðin var svo mikil og þess beinlínis krafist að einstaklingar yrðu ákærðir í alþjóðlegri efnhagskreppu sem hafði skelfilegar afleiðingar á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum. Í fundargerð nefndarinnar sem Sigurður vitnar til í grein sinni, kemur fram að nefndin er búin að ákveða aðgerðir gegn bankamönnum án þess að sannanir liggi fyrir um að brot hafi átt sér stað og rannsóknir hjá nýstofnuðu Embætti sérstaks saksóknara á algjöru frumstigi. Ég er í raun ekki hissa að almenningur trúði því sem lagt var fyrir hann, enda var offorsið slíkt. Ég geri mér grein fyrir því að margir trúa flestu illu upp á bankamenn og eigendur bankanna enn í dag, en ég veit einnig að margir eru farnir að efast. Það er hins vegar erfitt fyrir margan manninn að koma fram í dag og kyngja því sem sagt hefur verið. Það er erfitt að bakka þegar maður hefur farið fram með stórkallalegar yfirlýsingar og staðreyndarvillur og það er allt skráð á alnetinu. Ég skil það í sjálfu sér. En það er hins vegar mikilvægt að þeir sem hafa upplýsingar sem gætu varpað frekara ljósi á þessi mál, liggji ekki á þeim, heldur komi fram með þær, jafnvel þó viðkomandi sé illa við bankamenn. Það er alþekkt hér í Sierra Leone, þar sem ég er stödd þessa dagana (og hjá fleiri þjóðum í þessari heimsálfu), að ein af grunn ástæðunum fyrir viðvarandi fátækt og lítilli framþróun er spillingin sem þrífst á meðal embættis- og stjórnmálamanna. Í verkefnum Auroru hér í landi rekumst við oft á hindranir vegna þessa. Það eina sem við getum gert er að troða marvaðann og láta aldrei undan þrýstingi í þá veru. Ef þetta er rétt sem kemur fram í grein Sigurðar, þá eru þessar aðfarir af hálfu íslenskra embættis- og stjórnmálamanna langtum alvarlegri heldur en tilraunir spilltra embættismanna hér í vanþróuðu landi, í þá veru að drýgja tekjur sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtist hér á Vísi merkilegur pistill eftir Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings. Hann varpar all svakalegu ljósi á hvernig atburðarásin eftir hrun bankanna var hönnuð fyrirfram af embættis- og stjórnmálamönnum og síðan matreidd ofan í almenning með styrkri hjálp fjölmiðla. Fjölmiðla sem voru sjálfir blindaðir af reiði og hneykslan m.a. vegna stóryrtra yfirlýsinga frá sérstökum saksóknara, Evu Jolie og vinum hennar. Og það var ekkert feimnismál að menn voru búnir að ákveða fyrirfram að tilteknir menn væru sekir, það tók því varla að eyða tíma og peningum í að rannsaka nokkuð, niðurstaðan hefði verið sú sama hvort sem er. Embættis- og stjórnmálamenn voru fljótir að bregðast við með því að koma saman starfshópi undir nafninu Control Tower/Coordination Committeea. Einn tilgangur nefndarinnar virðist hafa verið að sjá til þess að allri sök yrði varpað á bankana, stjórnendur og eigendur þeirra. Tryggja að sökinni yrði aldrei beint gegn Seðlabankanum, embættis- eða stjórnmálamönnum sem vissulega báru sinn hluta ábyrgðarinnar á þessum skelfilegu aðstæðum. Reiðin var svo mikil og þess beinlínis krafist að einstaklingar yrðu ákærðir í alþjóðlegri efnhagskreppu sem hafði skelfilegar afleiðingar á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum. Í fundargerð nefndarinnar sem Sigurður vitnar til í grein sinni, kemur fram að nefndin er búin að ákveða aðgerðir gegn bankamönnum án þess að sannanir liggi fyrir um að brot hafi átt sér stað og rannsóknir hjá nýstofnuðu Embætti sérstaks saksóknara á algjöru frumstigi. Ég er í raun ekki hissa að almenningur trúði því sem lagt var fyrir hann, enda var offorsið slíkt. Ég geri mér grein fyrir því að margir trúa flestu illu upp á bankamenn og eigendur bankanna enn í dag, en ég veit einnig að margir eru farnir að efast. Það er hins vegar erfitt fyrir margan manninn að koma fram í dag og kyngja því sem sagt hefur verið. Það er erfitt að bakka þegar maður hefur farið fram með stórkallalegar yfirlýsingar og staðreyndarvillur og það er allt skráð á alnetinu. Ég skil það í sjálfu sér. En það er hins vegar mikilvægt að þeir sem hafa upplýsingar sem gætu varpað frekara ljósi á þessi mál, liggji ekki á þeim, heldur komi fram með þær, jafnvel þó viðkomandi sé illa við bankamenn. Það er alþekkt hér í Sierra Leone, þar sem ég er stödd þessa dagana (og hjá fleiri þjóðum í þessari heimsálfu), að ein af grunn ástæðunum fyrir viðvarandi fátækt og lítilli framþróun er spillingin sem þrífst á meðal embættis- og stjórnmálamanna. Í verkefnum Auroru hér í landi rekumst við oft á hindranir vegna þessa. Það eina sem við getum gert er að troða marvaðann og láta aldrei undan þrýstingi í þá veru. Ef þetta er rétt sem kemur fram í grein Sigurðar, þá eru þessar aðfarir af hálfu íslenskra embættis- og stjórnmálamanna langtum alvarlegri heldur en tilraunir spilltra embættismanna hér í vanþróuðu landi, í þá veru að drýgja tekjur sínar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun