PISA og lesskilningur – skipta greinarmerki máli? Arnór Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar