PISA og lesskilningur – skipta greinarmerki máli? Arnór Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Menntamálastofnun hefur sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki til þýðinga á PISA-prófi. Hefur gagnrýnin annars vegar byggt á athugasemdum við þýðingu á spurningum í PISA 2015 og hins vegar á meintum spurningum úr eldri PISA-könnunum sem gengið hafa manna á milli á netinu. Stofnunin hefur beðist afsökunar á þeim hnökrum sem voru á þýðingum í PISA 2015 en getur trauðla elt ólar við meira en tíu ára gömul dæmi um hráar þýðingar sem gengið hafa á netinu. Að sjálfsögðu er það réttmæt ábending að íslenska í þeim prófum sem Menntamálastofnun leggur fyrir á að vera í lagi og að því verður unnið í næstu fyrirlögn PISA sem verður 2018. Það er umhugsunarefni af hverju fjórum löggiltum skjalaþýðendum, sem sáu um þýðingarnar, sást yfir þær villur sem bent hefur verið á. Menntamálastofnun hefur því ákveðið að bæta það vinnulag sem viðhaft hefur verið við PISA-könnunina. Verður sérstök áhersla lögð á að íslenskulesa þær spurningar sem notaðar verða í næstu fyrirlögn PISA.Meginskilaboð PISA-könnunar Í þeirri umræðu sem nú á sér stað um niðurstöður PISA verður að gæta þess að missa ekki sjónar á þeim meginskilaboðum sem felast í niðurstöðum könnunarinnar. Þau eru að lesskilningi nemenda við lok grunnskóla hefur hrakað mikið hér á landi og er hann mun lakari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hafa fræðimenn bent á að ef ekkert verði að gert kunni íslenskan smám saman að víkja fyrir enskum áhrifum. Þetta tel ég vera stórmál og hef leyft mér að halda því fram að í þessu samhengi sé stafsetning og greinarmerkjasetning í spurningum könnunarinnar kannski léttvæg. Við munum hins vegar hafa kommur og spurningarmerki á réttum stöðum í næstu fyrirlögn PISA. Fyrir áhugamenn um þýðingu á texta sem notaður var í PISA árið 2000, og gengið hefur manna á milli á Facebook, vísa ég í frétt á heimasíðu Menntamálastofnunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun