Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 87-82 | Stólarnir bognuðu aðeins en brotnuðu ekki Haukur Skúlason í Síkinu skrifar 15. desember 2016 22:45 Chris Caird skoraði 19 stig í kvöld. vísir/anton Tindastóll vann magnaðan sigur á Haukum í kvöld í leik sem varð að framlengja. Það voru tvö góð lið sem áttust við í Síkinu á Sauðárkrók í kvöld. Varnirnar voru hertar og ekkert var gefið eftir sama hvar á vellinum var staðið. Það var mikil spenna frá upphafi til enda og stiga munurinn aldrei mikill, bæði liðin náðu að rykkja aðeins frá hinu liðinu en sá munur sem þá náðist var fljótur að hverfa aftur. Þegar 5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 76-76 og Stólarnir áttu innkast undir körfunni, boltanum var komið á Pétur Rúnar sem var í fínu færi en því miður fyrir Tindastól þá geigaði skot hans og því þurfti að framlengja leikinn. Í framlengingunni höfðu Stólarnir yfirhöndina og náðu að lokum að vinna fimm stiga sigur, 87-82.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll var einfaldlega ákveðnari í framlengingunni og voru með betri sóknir á meðan Haukar treystu of mikið á Sherrod Wright. Enn fremur hafði Tindastóll meira þrek undir lokin, þeir spiluðu leikinn á 9 mönnum á meðan Haukar notuðu aðeins 7 leikmenn. Hjá Haukum spiluðu 4 leikmenn yfir 40 mínútur og sá fimmti tæplega 35 mínútur.Bestu menn vallarins Hjá Tindastóli var það Antonio Hester sem var atkvæðamestur, skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Björgvin Hafþór spilaði svo hörku vörn á Sherrod Wright og lét hann þurfa að taka mörg skot til að koma sínum stigum á töfluna. Hjá Haukum voru þrír menn með yfir 20 stig, Finnur Atli með 22 stig og frábæra nýtingu. Haukur Óskars með 23 stig og svo að lokum Sherrod Wright með 24 stig og 14 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Stig frá bekkjunum voru mismikil, Tindastólsbekkurinn skilaði 21 stigi á meðan Haukar fengu aðeins 5 stig frá sínum mönnum. Vítahittni Tindastóls var vægast sagt slök eða 59 prósent, þeir voru því heppnir að ekki fór verr í svona jöfnum leik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna. Tindastólsliðið var aðeins komið með 8 stoðsendingar seint í 4. leikhluta, þeir löguðu þó samspilið í framlengingunni og enduðu með 14 stoðsendingar. Haukar létu Sherrod Wright nánast einum um að vera með boltann í framlengingunni, hann reyndi of mikið sjálfur og hefði að ósekju mátt leyfa öðrum að skjóta meira því það voru nokkrar heitar hendur innan Haukaliðsins.Tindastóll-Haukar 87-82 (22-23, 21-14, 18-16, 15-23, 11-6)Tindastóll: Antonio Hester 23/9 fráköst, Cristopher Caird 19/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17/8 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 5, Helgi Rafn Viggósson 4/7 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Pálmi Geir Jónsson 2, Þröstur Kárason 0, Friðrik Þór Stefánsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0.Haukar: Sherrod Nigel Wright 24/14 fráköst, Haukur Óskarsson 23/6 fráköst/7 stolnir, Finnur Atli Magnússon 22/6 fráköst/4 varin skot, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Kristinn Jónasson 5/4 fráköst, Emil Barja 2/8 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 0, Hilmar Pétursson 0, Steinar Aronsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Björn Ágúst Jónsson 0.Hester: Ein erfiðasta deild sem ég hef spilað í „Þetta var erfiður leikur þar sem bæði liðin ætluðu sér sigur en sem betur fer höfðum við þetta af,“ sagði Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, að leik loknum. „Þetta er ein erfiðasta deild sem ég hef spilað í og ég hlakka til að spila hérna áfram.“ Hester virðist kunna vel við sig á Íslandi og á Sauðárkróki. „Hérna elska mig allir og ég elska alla, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða mig og ég þakka Guði fyrir að fá tækifæri til að vera hér."Ívar: Dómararnir réðu ekki við verkefnið Um þann baráttuleik sem spilaður var hafði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, þetta að segja: „Þetta var frábær leikur tveggja mjög góðra liða þar sem bæði lið hefðu getað unnið en þetta datt ekki okkar megin núna. Að hluta til vegna einbeitingarleysis í vörninni undir lok venjulegs leiktíma, sama og gerðist á móti Stjörnunni,“ sagði Ívar. Haukar söknuðu tveggja lykilmanna í kvöld og spiluðu aðeins á sjö leikmönnum. „Það hafði vissulega áhrif og svo var Emil sárkvalin í kvöld og það háði honum mjög en hann á mikið hrós skilið fyrir að spila leikinn. Finnur og Haukur áttu fínan leik en Sherrod er lítið ágengt þar sem ekkert er dæmt í kringum hann og dómararnir því miður réðu ekki við verkefnið" sagði Ívar ennfremur um leikinn. „Við erum að spila vel en við verðum að læra að klára leiki. Í síðasta leik gátum við ekki skorað undir lokin en í dag var það vörnin og þreyta sem kostuðu okkur sigurinn."Martin: Reynum að nota sem flesta leikmenn til að halda fullri orku „Þetta var erfiður leikur. Tvö góð lið með góða leikmenn og góða þjálfara," sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Við reynum að láta sem flesta leikmenn spila hverju sinni, helst alla 12, þá getum við haldið fullri orku og einbeitingu í vörn allan leikin.n" Varnarleikur liðsins var góður en sóknarleikurinn var að sama skapi ábótavant. „Haukar verja teiginn sinn mjög vel og því var erfitt fyrir okkur að finna glufur og við vorum ekki að ná að teigja nógu vel á liðinu þeirra," sagði Israel Martin að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur á Haukum í kvöld í leik sem varð að framlengja. Það voru tvö góð lið sem áttust við í Síkinu á Sauðárkrók í kvöld. Varnirnar voru hertar og ekkert var gefið eftir sama hvar á vellinum var staðið. Það var mikil spenna frá upphafi til enda og stiga munurinn aldrei mikill, bæði liðin náðu að rykkja aðeins frá hinu liðinu en sá munur sem þá náðist var fljótur að hverfa aftur. Þegar 5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 76-76 og Stólarnir áttu innkast undir körfunni, boltanum var komið á Pétur Rúnar sem var í fínu færi en því miður fyrir Tindastól þá geigaði skot hans og því þurfti að framlengja leikinn. Í framlengingunni höfðu Stólarnir yfirhöndina og náðu að lokum að vinna fimm stiga sigur, 87-82.Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll var einfaldlega ákveðnari í framlengingunni og voru með betri sóknir á meðan Haukar treystu of mikið á Sherrod Wright. Enn fremur hafði Tindastóll meira þrek undir lokin, þeir spiluðu leikinn á 9 mönnum á meðan Haukar notuðu aðeins 7 leikmenn. Hjá Haukum spiluðu 4 leikmenn yfir 40 mínútur og sá fimmti tæplega 35 mínútur.Bestu menn vallarins Hjá Tindastóli var það Antonio Hester sem var atkvæðamestur, skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Björgvin Hafþór spilaði svo hörku vörn á Sherrod Wright og lét hann þurfa að taka mörg skot til að koma sínum stigum á töfluna. Hjá Haukum voru þrír menn með yfir 20 stig, Finnur Atli með 22 stig og frábæra nýtingu. Haukur Óskars með 23 stig og svo að lokum Sherrod Wright með 24 stig og 14 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Stig frá bekkjunum voru mismikil, Tindastólsbekkurinn skilaði 21 stigi á meðan Haukar fengu aðeins 5 stig frá sínum mönnum. Vítahittni Tindastóls var vægast sagt slök eða 59 prósent, þeir voru því heppnir að ekki fór verr í svona jöfnum leik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna. Tindastólsliðið var aðeins komið með 8 stoðsendingar seint í 4. leikhluta, þeir löguðu þó samspilið í framlengingunni og enduðu með 14 stoðsendingar. Haukar létu Sherrod Wright nánast einum um að vera með boltann í framlengingunni, hann reyndi of mikið sjálfur og hefði að ósekju mátt leyfa öðrum að skjóta meira því það voru nokkrar heitar hendur innan Haukaliðsins.Tindastóll-Haukar 87-82 (22-23, 21-14, 18-16, 15-23, 11-6)Tindastóll: Antonio Hester 23/9 fráköst, Cristopher Caird 19/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 17/8 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 5, Helgi Rafn Viggósson 4/7 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Pálmi Geir Jónsson 2, Þröstur Kárason 0, Friðrik Þór Stefánsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0.Haukar: Sherrod Nigel Wright 24/14 fráköst, Haukur Óskarsson 23/6 fráköst/7 stolnir, Finnur Atli Magnússon 22/6 fráköst/4 varin skot, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Kristinn Jónasson 5/4 fráköst, Emil Barja 2/8 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 0, Hilmar Pétursson 0, Steinar Aronsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Björn Ágúst Jónsson 0.Hester: Ein erfiðasta deild sem ég hef spilað í „Þetta var erfiður leikur þar sem bæði liðin ætluðu sér sigur en sem betur fer höfðum við þetta af,“ sagði Antonio Hester, leikmaður Tindastóls, að leik loknum. „Þetta er ein erfiðasta deild sem ég hef spilað í og ég hlakka til að spila hérna áfram.“ Hester virðist kunna vel við sig á Íslandi og á Sauðárkróki. „Hérna elska mig allir og ég elska alla, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða mig og ég þakka Guði fyrir að fá tækifæri til að vera hér."Ívar: Dómararnir réðu ekki við verkefnið Um þann baráttuleik sem spilaður var hafði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, þetta að segja: „Þetta var frábær leikur tveggja mjög góðra liða þar sem bæði lið hefðu getað unnið en þetta datt ekki okkar megin núna. Að hluta til vegna einbeitingarleysis í vörninni undir lok venjulegs leiktíma, sama og gerðist á móti Stjörnunni,“ sagði Ívar. Haukar söknuðu tveggja lykilmanna í kvöld og spiluðu aðeins á sjö leikmönnum. „Það hafði vissulega áhrif og svo var Emil sárkvalin í kvöld og það háði honum mjög en hann á mikið hrós skilið fyrir að spila leikinn. Finnur og Haukur áttu fínan leik en Sherrod er lítið ágengt þar sem ekkert er dæmt í kringum hann og dómararnir því miður réðu ekki við verkefnið" sagði Ívar ennfremur um leikinn. „Við erum að spila vel en við verðum að læra að klára leiki. Í síðasta leik gátum við ekki skorað undir lokin en í dag var það vörnin og þreyta sem kostuðu okkur sigurinn."Martin: Reynum að nota sem flesta leikmenn til að halda fullri orku „Þetta var erfiður leikur. Tvö góð lið með góða leikmenn og góða þjálfara," sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. „Við reynum að láta sem flesta leikmenn spila hverju sinni, helst alla 12, þá getum við haldið fullri orku og einbeitingu í vörn allan leikin.n" Varnarleikur liðsins var góður en sóknarleikurinn var að sama skapi ábótavant. „Haukar verja teiginn sinn mjög vel og því var erfitt fyrir okkur að finna glufur og við vorum ekki að ná að teigja nógu vel á liðinu þeirra," sagði Israel Martin að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira