Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2016 16:03 Vísir/Ölgerðin Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent