Fjármögnun heilbrigðisþjónustu – Frá hæstu útgjöldum á Norðurlöndum í lægstu! Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.“ Síðan ríkisstjórnin tók við völdum hafa útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) ekki aukist, heldur staðið í stað m.v. síðasta ár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er umhugsunarvert því staða ríkisfjármála er betri í dag en á síðasta kjörtímabili, þökk sé góðum efnahagsbata undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna og makrílveiða. Ef útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF á Íslandi eru borin saman við hin norrænu ríkin kemur í ljós að Ísland og Finnland leggja minna til heilbrigðismála en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Árið 2014 lögðu Íslendingar 8,8% af VLF til heilbrigðismála, Finnar 8,7%, Norðmenn 9,2%, Danir 10,4% og Svíar 11%. Ef Íslendingar ætluðu að leggja jafnmikið og Svíar til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF þurfa heilbrigðisútgjöld að aukast um rúmlega 40 milljarða króna á Íslandi eða um 20-25%. Ef skoðuð eru útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF á Norðurlöndum frá árinu 2000 til ársins 2014 (sjá mynd) kemur í ljós að á tímabilinu 2000-2005 lögðu Íslendingar mest til heilbrigðismála miðað við hin norrænu ríkin.Athyglisvert er að árið 2003 lagði Ísland 10,1% til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF, langmest af öllum Norðurlöndum. Síðan árið 2005 hefur hlutfall útgjalda til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF lækkað og haldist nánast óbreytt frá árinu 2006 þegar það var 8,9%. Umhugsunarvert er að árið 2014 leggur Ísland (ásamt Finnlandi) minnst til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF af Norðurlöndum en tíu árum áður lagði Ísland mest til heilbrigðismála. Annað sem er ekki síður áhyggjuefni að sé myndin skoðuð vel kemur í ljós að öll Norðurlönd eru að auka verulega útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF frá árinu 2000 til 2014 nema Ísland. Sú staðreynd að ekki hefur verið lagt meira fé til heilbrigðisþjónustu en raun ber vitni hefur haft margvíslegar afleiðingar. Nær engin fjárfesting í nýjum spítölum hefur átt sér stað síðustu árin, innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur dregist úr hófi fram, fjárfesting í nýjum tækjum er leyst með sérstökum átaksverkefnum. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af VLF á þessu kjörtímabili en á því síðasta, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Við eigum langt í land með að ná sambærilegum aðstæðum í heilbrigðismálum eins og ríkja í Danmörku og Svíþjóð. Við viljum vera bjartsýnir og gefa eitt ráð: Í stað þess að tala um að hafa lagt svo og svo mikið í heilbrigðismál, sýnið það í verki og með tölum sem sýna raunverulega aukningu á fjármagni til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF. Að endingu viljum við taka fram að við styðjum heilshugar áskorun Kára Stefánssonar til stjórnvalda um að þau tryggi að útgjöld til heilbrigðismála verði 11% af VLF. Í stað þess að tala um að hafa lagt svo og svo mikið í heilbrigðismál, sýnið það í verki og með tölum sem sýna raunverulega aukningu á fjármagni til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.“ Síðan ríkisstjórnin tók við völdum hafa útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) ekki aukist, heldur staðið í stað m.v. síðasta ár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er umhugsunarvert því staða ríkisfjármála er betri í dag en á síðasta kjörtímabili, þökk sé góðum efnahagsbata undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna og makrílveiða. Ef útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF á Íslandi eru borin saman við hin norrænu ríkin kemur í ljós að Ísland og Finnland leggja minna til heilbrigðismála en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Árið 2014 lögðu Íslendingar 8,8% af VLF til heilbrigðismála, Finnar 8,7%, Norðmenn 9,2%, Danir 10,4% og Svíar 11%. Ef Íslendingar ætluðu að leggja jafnmikið og Svíar til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF þurfa heilbrigðisútgjöld að aukast um rúmlega 40 milljarða króna á Íslandi eða um 20-25%. Ef skoðuð eru útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF á Norðurlöndum frá árinu 2000 til ársins 2014 (sjá mynd) kemur í ljós að á tímabilinu 2000-2005 lögðu Íslendingar mest til heilbrigðismála miðað við hin norrænu ríkin.Athyglisvert er að árið 2003 lagði Ísland 10,1% til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF, langmest af öllum Norðurlöndum. Síðan árið 2005 hefur hlutfall útgjalda til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF lækkað og haldist nánast óbreytt frá árinu 2006 þegar það var 8,9%. Umhugsunarvert er að árið 2014 leggur Ísland (ásamt Finnlandi) minnst til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF af Norðurlöndum en tíu árum áður lagði Ísland mest til heilbrigðismála. Annað sem er ekki síður áhyggjuefni að sé myndin skoðuð vel kemur í ljós að öll Norðurlönd eru að auka verulega útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF frá árinu 2000 til 2014 nema Ísland. Sú staðreynd að ekki hefur verið lagt meira fé til heilbrigðisþjónustu en raun ber vitni hefur haft margvíslegar afleiðingar. Nær engin fjárfesting í nýjum spítölum hefur átt sér stað síðustu árin, innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur dregist úr hófi fram, fjárfesting í nýjum tækjum er leyst með sérstökum átaksverkefnum. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af VLF á þessu kjörtímabili en á því síðasta, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Við eigum langt í land með að ná sambærilegum aðstæðum í heilbrigðismálum eins og ríkja í Danmörku og Svíþjóð. Við viljum vera bjartsýnir og gefa eitt ráð: Í stað þess að tala um að hafa lagt svo og svo mikið í heilbrigðismál, sýnið það í verki og með tölum sem sýna raunverulega aukningu á fjármagni til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF. Að endingu viljum við taka fram að við styðjum heilshugar áskorun Kára Stefánssonar til stjórnvalda um að þau tryggi að útgjöld til heilbrigðismála verði 11% af VLF. Í stað þess að tala um að hafa lagt svo og svo mikið í heilbrigðismál, sýnið það í verki og með tölum sem sýna raunverulega aukningu á fjármagni til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar