Enn er ósamið við sjómenn Valmundur Valmundsson skrifar 20. september 2016 17:00 Sjómenn og útgerðarmenn urðu sammála um áramótin síðustu, eftir að uppúr viðræðum slitnaði í desember, að ræða hvað við værum sammála um og leggja það fyrir sjómenn. Það var gert í sumar. Skemmst er frá að segja að sá samningur var stráfelldur með yfirgnæfandi meirihluta. Vilji sjómanna var og er alveg skýr. Eftir það var reynt að ná saman aftur án átaka. Það mistókst á fundi hjá Sáttasemjara þann 6. september s.l. Forsagan Tilboð gengu á milli okkar og SFS svöruðu tilboði sjómanna þann 6. september. Þá höfðu samninganefndir sjómanna lagt fram ákveðnar hugmyndir sem við töldum að gæti verið lausn í málinu. Útgerðarmenn höfnuðu þeirri leið með mjög slöku tilboði. Kröfurnar og raunveruleikinn Með þessari tillögu okkar töldum við okkur fara fram á sanngjarna leiðréttingu á kjörum sjómanna til jafns við aðrar vinnandi stéttir. Ég minni á að kjarasamningur sjómanna hefur verið laus frá ársbyrjun 2011. Það má segja að sjómenn og útgerðarmenn hafi ekki í alvöru samið síðan 2004 eða í heil 12 ár. Á þessum tíma hafa flestar stéttir þessa lands fengið umtalsverðar kjarabætur t.d. hækkanir á desember- og orlofsuppbót sem sjómenn hafa aldrei haft. Vinnufatnaður sjómanna hefur hækkað mjög en fatapeningagreiðslur útgerðar ekki til samræmis. Sem dæmi þá kostar sjógalli með öllu um 50-70.000 kr. og flestir sjómenn þurfa tvo galla yfir árið. Á mörgum skipum er krafa um vinnuflotgalla á dekki. Í flestum tilfellum greiða sjómenn hann sjálfir. Þar liggur 50.000 kall. Á móti fá sjómenn kr. 4.970 á mánuði í fatapeninga sem tekinn er fullur skattur af. Fiskverð Tvöfalt kerfi fiskverðs er í gangi með tilheyrandi mismunun milli sjómanna. Sjómenn sem vinna sömu eða svipuð störf á sitt hvoru skipinu með svipaðar aflaheimildir eru með allt uppí 30% mismun á launum. Í uppsjávarfiskinum eru útgerðir nánast einráðar um verð til sjómanna. Þetta gengur auðvitað ekki. Nýsmíðaálag Nýsmíðaálag er það fyrirbæri nefnt sem tryggir útgerðinni 10% afslátt af launum sjómanna í 7 ár eftir að nýtt skip er tekið í notkun. Tökum dæmi af nýju togskipi sem fiskar fyrir einn milljarð árlega þessi sjö ár. Afsláttur útgerðarinnar af aflahlut sjómannanna þessi sjö ár er um 160 milljónir króna. Þetta er við lýði þó að atvinnuvegur sem nefnist einu nafni sjávarútvegur skili einum milljarði (1000 milljónum) í hagnað í hverri viku ársins. Vissulega fengu sjómenn eitthvað fyrir sinn snúð þegar nýsmíðaálagið var tekið upp í samningum. En þá var ástandið líka allt öðruvísi en núna, hagnaðurinn nánast enginn og aldurssamsetning flotans afar óhagstæð. Nú er mál að linni að sjómenn greiði fyrir atvinnutækin með beinni launalækkun. Fækkun í áhöfnum Nú um nokkurra ára skeið hafa útgerðarmenn fækkað í áhöfnum fiskiskipa í óþökk sjómanna og þeirra stéttarfélaga. Fækkunina réttlæta útgerðarmenn með þeim rökum að skipin séu orðin svo fullkomin og tæknin svo góð að það þurfi miklu færri hausa um borð. Þetta þýðir á mannamáli að lækka launakostnað. Þrátt fyrir að reglur og ákvæði kjarasamninga séu brotin þegar kemur að hvíldartíma sjómanna. Þær reglur urðu ekki til af ástæðulausu. Yfir 90% slysa til sjós verða vegna mannlegra mistaka. Mannleg mistök má að miklum hluta rekja til til þess að menn eru illa eða ekki nægilega vel hvíldir til að takast á við krefjandi aðstæður. Ef við rifjum upp hvers vegna vökulögin voru sett á sínum tíma fer ekkert á milli mála að reynslan kenndi mönnum að sæmilega vel hvíld áhöfn skilaði meira og betra verki og var árvökulli við vinnuna. Alvarlegum slysum fækkaði mikið. Dæmi eru nú um að sami maður stjórni skipi og spilbúnaði sem er stórhættulegur kokteill og sjómenn fyrri tíma höfðu vit á að hætta slíkum vinnubrögðum. Eftir það fækkaði slysum verulega vegna mistaka við stjórntök og spilstjórnun. Nú er aftur róið á sömu mið þrátt fyrir að reynslan af þessum vinnubrögðum sé hroðaleg. Það er verið að taka sénsa með líf og limi sjómanna. Eins og fram hefur komið höfnuðu útgerðarmenn tillögum okkar með mjög slöku tilboði. Samningsviljinn virðist enginn vera í herbúðum útvegsbænda. Sem dæmi má nefna að ein krafna okkar er að fullt uppgjör komi til áhafnar ef skip er tekið fyrir landhelgisbrot. Því var þverneitað af samningamönnum SFS í vetur. Sjómenn mega því búast við því að fá ekki hlutinn sinn ef kallinn er hirtur í landhelgi! Eins og þeir hafi eitthvað með það að gera. Þetta er aðeins yfirferð á nokkrum af helstu kröfum sjómanna, þær eru miklu fleiri. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun Þolinmæði sjómanna er þrotin og nú hafa öll aðildarfélög Sjómannasambandsins SSÍ, ásamt Verk Vest Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna og SÍ Sjómannafélagi Íslands ákveðið að viðhafa atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall á fiskiskipaflotanum. Verkfallið myndi þá hefjast að kvöldi 10. nóvember ef deiluaðilar ná ekki saman fyrir þann tíma. Flest félögin viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu en sum póstatkvæðagreiðslu. Öll félögin greiða atkvæði um vinnustöðvun hvert og eitt og ekki er talið sameiginlega um þessar aðgerðir. Hvert og eitt félag ákveður hvort farið verður í aðgerðir eða ekki. Í raun eru þetta 20 kosningar. 18 aðildarfélaög SSÍ ásamt VM og SÍ. Samstaða Nú stöndum við á núllpunkti þar sem allar kröfur beggja deiluaðila eru dregnar á flot. Til að ná fram okkar kröfum þarf harðfylgi eins og íslenskir sjómenn eru þekktir fyrir. Látum ekki lengur troða á okkur. Sendum þau skilaboð með atkvæðagreiðslunni að við séum óhræddir og til í slaginn. Ábyrgar fiskveiðar Á hátíðarstundum talað um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi. Að mínu viti verða þær aldrei ábyrgar meðan sjómenn eru með lausa kjarasamninga. Sjómenn, nú ríður á að standa ölduna og greiða atkvæði með boðun vinnustöðvunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn og útgerðarmenn urðu sammála um áramótin síðustu, eftir að uppúr viðræðum slitnaði í desember, að ræða hvað við værum sammála um og leggja það fyrir sjómenn. Það var gert í sumar. Skemmst er frá að segja að sá samningur var stráfelldur með yfirgnæfandi meirihluta. Vilji sjómanna var og er alveg skýr. Eftir það var reynt að ná saman aftur án átaka. Það mistókst á fundi hjá Sáttasemjara þann 6. september s.l. Forsagan Tilboð gengu á milli okkar og SFS svöruðu tilboði sjómanna þann 6. september. Þá höfðu samninganefndir sjómanna lagt fram ákveðnar hugmyndir sem við töldum að gæti verið lausn í málinu. Útgerðarmenn höfnuðu þeirri leið með mjög slöku tilboði. Kröfurnar og raunveruleikinn Með þessari tillögu okkar töldum við okkur fara fram á sanngjarna leiðréttingu á kjörum sjómanna til jafns við aðrar vinnandi stéttir. Ég minni á að kjarasamningur sjómanna hefur verið laus frá ársbyrjun 2011. Það má segja að sjómenn og útgerðarmenn hafi ekki í alvöru samið síðan 2004 eða í heil 12 ár. Á þessum tíma hafa flestar stéttir þessa lands fengið umtalsverðar kjarabætur t.d. hækkanir á desember- og orlofsuppbót sem sjómenn hafa aldrei haft. Vinnufatnaður sjómanna hefur hækkað mjög en fatapeningagreiðslur útgerðar ekki til samræmis. Sem dæmi þá kostar sjógalli með öllu um 50-70.000 kr. og flestir sjómenn þurfa tvo galla yfir árið. Á mörgum skipum er krafa um vinnuflotgalla á dekki. Í flestum tilfellum greiða sjómenn hann sjálfir. Þar liggur 50.000 kall. Á móti fá sjómenn kr. 4.970 á mánuði í fatapeninga sem tekinn er fullur skattur af. Fiskverð Tvöfalt kerfi fiskverðs er í gangi með tilheyrandi mismunun milli sjómanna. Sjómenn sem vinna sömu eða svipuð störf á sitt hvoru skipinu með svipaðar aflaheimildir eru með allt uppí 30% mismun á launum. Í uppsjávarfiskinum eru útgerðir nánast einráðar um verð til sjómanna. Þetta gengur auðvitað ekki. Nýsmíðaálag Nýsmíðaálag er það fyrirbæri nefnt sem tryggir útgerðinni 10% afslátt af launum sjómanna í 7 ár eftir að nýtt skip er tekið í notkun. Tökum dæmi af nýju togskipi sem fiskar fyrir einn milljarð árlega þessi sjö ár. Afsláttur útgerðarinnar af aflahlut sjómannanna þessi sjö ár er um 160 milljónir króna. Þetta er við lýði þó að atvinnuvegur sem nefnist einu nafni sjávarútvegur skili einum milljarði (1000 milljónum) í hagnað í hverri viku ársins. Vissulega fengu sjómenn eitthvað fyrir sinn snúð þegar nýsmíðaálagið var tekið upp í samningum. En þá var ástandið líka allt öðruvísi en núna, hagnaðurinn nánast enginn og aldurssamsetning flotans afar óhagstæð. Nú er mál að linni að sjómenn greiði fyrir atvinnutækin með beinni launalækkun. Fækkun í áhöfnum Nú um nokkurra ára skeið hafa útgerðarmenn fækkað í áhöfnum fiskiskipa í óþökk sjómanna og þeirra stéttarfélaga. Fækkunina réttlæta útgerðarmenn með þeim rökum að skipin séu orðin svo fullkomin og tæknin svo góð að það þurfi miklu færri hausa um borð. Þetta þýðir á mannamáli að lækka launakostnað. Þrátt fyrir að reglur og ákvæði kjarasamninga séu brotin þegar kemur að hvíldartíma sjómanna. Þær reglur urðu ekki til af ástæðulausu. Yfir 90% slysa til sjós verða vegna mannlegra mistaka. Mannleg mistök má að miklum hluta rekja til til þess að menn eru illa eða ekki nægilega vel hvíldir til að takast á við krefjandi aðstæður. Ef við rifjum upp hvers vegna vökulögin voru sett á sínum tíma fer ekkert á milli mála að reynslan kenndi mönnum að sæmilega vel hvíld áhöfn skilaði meira og betra verki og var árvökulli við vinnuna. Alvarlegum slysum fækkaði mikið. Dæmi eru nú um að sami maður stjórni skipi og spilbúnaði sem er stórhættulegur kokteill og sjómenn fyrri tíma höfðu vit á að hætta slíkum vinnubrögðum. Eftir það fækkaði slysum verulega vegna mistaka við stjórntök og spilstjórnun. Nú er aftur róið á sömu mið þrátt fyrir að reynslan af þessum vinnubrögðum sé hroðaleg. Það er verið að taka sénsa með líf og limi sjómanna. Eins og fram hefur komið höfnuðu útgerðarmenn tillögum okkar með mjög slöku tilboði. Samningsviljinn virðist enginn vera í herbúðum útvegsbænda. Sem dæmi má nefna að ein krafna okkar er að fullt uppgjör komi til áhafnar ef skip er tekið fyrir landhelgisbrot. Því var þverneitað af samningamönnum SFS í vetur. Sjómenn mega því búast við því að fá ekki hlutinn sinn ef kallinn er hirtur í landhelgi! Eins og þeir hafi eitthvað með það að gera. Þetta er aðeins yfirferð á nokkrum af helstu kröfum sjómanna, þær eru miklu fleiri. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun Þolinmæði sjómanna er þrotin og nú hafa öll aðildarfélög Sjómannasambandsins SSÍ, ásamt Verk Vest Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna og SÍ Sjómannafélagi Íslands ákveðið að viðhafa atkvæðagreiðslu um allsherjar verkfall á fiskiskipaflotanum. Verkfallið myndi þá hefjast að kvöldi 10. nóvember ef deiluaðilar ná ekki saman fyrir þann tíma. Flest félögin viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu en sum póstatkvæðagreiðslu. Öll félögin greiða atkvæði um vinnustöðvun hvert og eitt og ekki er talið sameiginlega um þessar aðgerðir. Hvert og eitt félag ákveður hvort farið verður í aðgerðir eða ekki. Í raun eru þetta 20 kosningar. 18 aðildarfélaög SSÍ ásamt VM og SÍ. Samstaða Nú stöndum við á núllpunkti þar sem allar kröfur beggja deiluaðila eru dregnar á flot. Til að ná fram okkar kröfum þarf harðfylgi eins og íslenskir sjómenn eru þekktir fyrir. Látum ekki lengur troða á okkur. Sendum þau skilaboð með atkvæðagreiðslunni að við séum óhræddir og til í slaginn. Ábyrgar fiskveiðar Á hátíðarstundum talað um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi. Að mínu viti verða þær aldrei ábyrgar meðan sjómenn eru með lausa kjarasamninga. Sjómenn, nú ríður á að standa ölduna og greiða atkvæði með boðun vinnustöðvunar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun