„Almáttugur hvað þetta hefur breyst á öllum þessum árum. Þetta er ekki svipur hjá sjón. Hérna áður fyrr fuku hvítu tjöldin bara útum allt. Núna er þetta allt orðið svo sterkt og vel fest niður.“
Bjarni er mjög ánægður með þá gesti Þjóðhátíðar sem koma úr borginni.
„Flest allir krakkarnir eru til fyrirmyndar en það er alltaf einhver inni á milli sem gerir eitthvað sem mönnum líkar ekki en 99% af þessum krökkum eru til fyrirmyndar.“
Bjarni segir að það sem geri Þjóðhátíð algjörlega einstaka hátíð séu hefðirnar.
„T.d. í kvöld er brennan á Fjósakletti og hún er búin að vera síðan 1936. Flugeldarnir eru búnir að vera í svipaðan tíma, en brekkublysin byrjuðu reyndar mikið seinna. Það er reyndar eitt sem er horfið og það eru bekkjabílarnir,“ segir Bjarni sem er ekki nægilega sáttur með það. „Það var alltaf ákveðið kick að fara í bekkjabíl, það fannst öllum.“